Númeraðir gullskór Trump seldust upp á einum degi

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Donald Trump forseti steig á svið í Sneaker Con í Fíladelfíu í gær og kynnti nýja línu af strigaskóm „hetjunnar“ sem aldrei gefst upp. Gullskórnir eru skór sigurvegarans. Stöðugir fætur athafnasemi og stjórnmála. Trump haslar sér her með völl í tískuiðnaðinum. Áætlað verð fyrir gullskóna er tæpir 400 dollarar.

Trump tilkynnti á samfélagsmiðli sannleikans "Truth" á föstudaginn:

„Hlakka til að vera á Sneaker Con í Philadelphia ráðstefnumiðstöðinni, Pennsylvaníu, klukkan 15:00. ET á laugardaginn. Síðan verður farið í stórfund í Michigan!“

Búinn að ganga með þetta í maganum í lengri tíma

Trump mætti í ráðstefnumiðstöð Fíladelfíu og var vel fagnað af hópi stuðnings- og strigaskóaáhugamanna. Trump sagði:

„Vitið, mig hefur lengi langað til að gera þetta. Ég vinn með ótrúlegu fólki sem stakk upp á þessu. Ég er búinn að vera að tala um þetta í tólf til þrettán ár. Ég held að þetta eigi eftir að skila miklum árangri.“

Trump hældi hönnun og útlit:

„Skórnir eru að mestu í glansandi gulllitum, sem gefur þeim skært, lúxus útlit. Á ökklakraganum er amerísk fánahönnun með röndum í rauðu og silfri og bláu með hvítum stjörnum sem þjóðlegt þema. Stafurinn „T“ er upphleypt á hliðinni og má túlka sem merki fyrir Trump.“

Djarfur, gullfallegur og harður eins og Trump

Á heimasíðu Sneaker Con segir:

Mættu „Gefst aldrei upp strigaskónum.“ Aðeins 1000 pör verða framleidd, hvert og eitt með númeri. Sannkallaður safngripur. Fyrsti opinberi strigaskórinn eftir Trump forseta seldur á SneakerCon Philadelphia 17. febrúar 2024. Skórinn er djarfur, gullfallegur og harður alveg eins og Trump forseti.“

T-skórnir eru til í ýmsum litum og gerðum.

En fyrrverandi forseti talaði ekki bara um tískuna. Hann greip einnig tækifærið til að ávarpa skara áhorfenda, sérstaklega unga fólkið, um mikilvægi þess að kjósa:

„Hvað er mikilvægast? Það er að fara og kjósa. Við verðum að kjósa. Við verðum að fá unga fólkið til að kjósa og þið ættuð að kjósa og við ætlum að snúa þessu við. Þessu landi miðar ekki svo vel. Við ætlum að snúa þessu landi við á skjótan hátt.“

Skildu eftir skilaboð