Gústaf Skúlason skrifar:
Þýskaland hættir við rafbílinn þegar neytendur flýja markaðinn og kreppan læsir klónum um rafbílageirann.
Jan Burgard, forstöðumaður bílaráðgjafans Beryll, segir við Bloomberg:
„Í Þýskalandi lítur eftirspurnin eftir rafknúnum ökutækjum ekki vel út í ár.“
Varkárni Oliver Zipse, forstjóra BMW, hefur borgað sig þegar litið er til baka. BMW var eitt af fáum fyrirtækjum sem fór farlega í að breyta stefnunni við tilkomu rafbíla. Fékk forstjórinn mikla gagnrýni fyrir sem núna sýnir sig að enginn fótur var fyrir.
Zipse varaði áður við minni eftirspurn eftir rafbílum í Þýskalandi og beitti sér fyrir fjárfestingum í bensínbílum, tvinnbílum og vetnisknúnum bílum.
Gert er ráð fyrir að sala á rafbílum minnki um 14% á þessu ári, meðal annars eftir að ríkið dró niður styrki til rafbíla í desember.