Geir Ágústsson skrifar:
Í mjög fróðlegri yfirferð fer blaðamaður í þessu myndbandi yfir þrjátíu spádóma um framtíð loftslagsins undanfarna áratugi. Það er búið að spá því óteljandi sinnum að jöklarnir séu að hverfa, að snjór heyri sögunni til, að eyjur fari undir sjó og svona mætti lengi telja. En líka að jörðin sé að frjósa og ísöld væntanleg.
Við þekkjum öll þessa spádóma sem endurnýja sig eins og gömul tíska. Nema kannski unga fólkið. Blaðamaður er með áhugaverða tilgátu:
Kannski það útskýri af hverju það er aðallega ungt fólk á þessum loftslagsmótmælum. Af því það hefur ekki lifað undanfarin 50 ár af þessum spádómum þá gerir það kannski ráð fyrir að seinasta spáin sé sú eina og þar með að hún sé rétt.
Þetta er ágæt útskýring. Ungt fólk veit skiljanlega ekki að það er búið spá hamförum mjög oft og hefur engan áhuga á einhverri leiðinlegri fortíð.
Ætli þetta gildi um fleira en bara loftslagsspádóma?
Þegar ég var ungur maður þá lét ég lokka mig til að styðja við innrás Bandaríkjanna í Írak. Ég vissi lítið um sögu Bandaríkjanna, Breta og fleiri Vesturlanda í Miðausturlöndum og hvernig þetta svæði hefur verið undir stanslausum afskiptum vestrænna hermanna svo áratugum skiptir. Núna veit ég betur. Það getur verið gagnlegt að kynna sé aðeins söguna og gleyma sér ekki í hávaðamáli dagsins.
En kannski þarf fyrst að vera ungur og vitlaus og láta plata sig í nokkur mótmæli. Þá það.
One Comment on “Unga fólkið og loftslagið”
Ég er það gamall að ég man þegar áróðurinn um 1980 var sá að um aldamótin 2000 yrði komin Ísöld! Ekki rættist það, núna bíð ég eftir Hamfarahlýnun (sem verður aðeins umflúin með skertum lífskjörum almennings og auknum sköttum!)