Gústaf Skúlason skrifar:
Ástæða var til aukaútsendingu þáttarins Heimsmálin með þeim Margréti Friðriksdóttur, FRÉTTIN.IS og Gústafi Skúlasyni, vegna fréttarinnar um útgöngu BlackRock, JP Morgan og State Street úr loftslagshópi Sameinuðu þjóðanna „Climate Action 100 +“ Er um reiðarslag að ræða fyrir heimsmarkmið SÞ, sér í lagi núlllosunar markmiðið.
Fjármálafyrirtækin sögðu ekki alla söguna, þegar þau tilkynntu úrsögn sína og báru við hagræðingu í eigin rekstri, þannig að þau þyrftu ekki að vera með í hópnum. Það sem fjármálafyrirtækin gleymdu að nefna í sínum útskýringum var yfirvofandi hótun lögmanna 21 ríkja í Bandaríkjunum um málsókn ásamt kröfum bænda- og neytendasamtaka í Bandaríkjunum. Verður að færa þessum aðilum sérstakt þakklæti fyrir svo einarða baráttu, að fjármálarisarnir sá enga aðra leið færa en að víkja úr loftslagsbandalagi SÞ.
ESG = ENVIRONMENTAL SOCIAL GOVERNANCE: Stjórntæki til að skapa hungursneyð í heiminum
Um er að ræða fráhvarf fjármálarisanna um kröfur á svo kölluðum ESG staðli til að veita lán til fyrirtækja. Hafa nú þegar orðið miklar raskanir í Bandaríkjunum sér í lagi hjá smábændum sem eru 98% allra bænda. Bankar sem notuðu ESB hættu að lána bændum fé sem hefur þýtt að margir hafa ekki getað stundað landbúnað sem skyldi. Hafa bændasamtökin ásamt neytendasamtökunum leitað liðsinnis stjórnmálamanna og er það helst repúblikanaflokkurinn sem komið hefur til aðstoðar. Spilar þar inn í einnig, að Joe Biden, Bandaríkjaforseti hefur þrýst harkalega á núll losunarmarkmiðið og eyðilagt grænar framkvæmdir af því að þær fullnægðu ekki 0-losun 100%.
Er mikill urgur meðal bænda, orkufyrirtækja og annarra vegna þessara árása í nafni loftslagsguðsins. Neytendasamtökin hafa bent á hækkandi verð og dýrtíð vegna krafna SÞ og Bandaríkjastjórnar. Löggjafinn í fjölda ríkja hefur bent á að kröfurnar brjóti lög ríkjanna um frjálsa samkeppni.
Leiðir til hungursneyðar
Wilton Simpson landbúnaðarfulltrúi Florída ríkis sagði í viðtali við Fox News (sjá myndskeið að neðan):
„Það sem við erum að sjá í öðrum löndum, þar sem þeir hafa að fullu innleitt þessar ESG-reglur, hvort sem það er Holland eða Sri Lanka, þá hafa þær hörmulegar áhrif á hagkerfi þeirra.“
„Það sem verið er að gera er að við erum að koma smábændum okkar burt úr viðskiptum, það er markmiðið. Ef litið er til baka og þau lönd skoðuð sem hafa sett þessa stefnu, þá hafa þau rutt tugþúsundum bænda sinna úr vegi. Þetta mun gera aðfangakeðjuna viðkvæma fyrir framtíðina. Birgðakeðjan okkar væri viðkvæm og þá kæmi kannski heimsfaraldur, heimsstyrjöld eða eitthvað.“
„Við vitum öll að olían er þjóðaröryggismál. Við höfum öryggisbirgðir í öllu landinu ekki satt? Hvað ef það væri ekki til neinn matur í matvöruverslunum í eina viku hér á landi? Þá yrði ringulreið í landinu og eftir 30 daga myndu menn deyja úr hungri.“
Frétt um málið má sjá hér. Smelltu á spilarann hér að neðan til að hlusta á fréttaskýringuna. Þar fyrir neðan er viðtalið við Wilton Simpson.