Hvenær skiptir maður um stefnu?

frettinInnlent, Jón MagnússonLeave a Comment

Jón Magnússon skrifar:

Hef ég drepið mann eða hef ég ekki drepið mann? Hver hefur drepið mann og hver hefur ekki drepið mann? Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Fari í helvíti sem ég drap mann. Og þó." sagði Jón Hreggviðsson í Íslandsklukku Halldórs Laxnes.

Svo virðist sem álíka skörp hugmyndafræðileg barátta sé komin upp innan Samfylkingarinnar, þar sem spurningin snýst um það hvort að Kristrún Frostadóttir formaður hafi skipt um stefnu eða ekki í útlendingamálum þegar hún vísaði í Milton Friedman hagfræðing sem sagði að velferðarkerfinu yrði ekki haldið uppi ef við hefðum opin landamæri.

Milton Friedman benti á þetta fyrir rúmlega hálfri öld, að opin landamæri væru í sjálfu sér ekkert vandamál ef við mundum afnema velferðarkerfið, en annars gengi það ekki. 

Kristrún er ekki að segja neitt annað en það sem engilsaxnesku mælandi fólk kallar "common sense."  Ýmsir innan Samfylkingarinnar brugðust því hart við og sögðu að þetta væri svik við stefnu flokksins og sennilega er það rétt hjá þeim, að ekki fer saman "common sense" og stefna Samfylkingarinnar. 

Nú hamast fyrrverandi forustumenn Samfylkingarinnar eins og Össur og Ingibjörg við að segja að Kristrún hafi í raun ekki sagt neitt nýtt þó hún hafi vikið af almennri umræðu Samfylkingarfólks og farið að tala af skynsemi. 

Þær fréttir berast frá Egyptalandi að þarlendir séu að byggja múr á landamærum Gaza og Egyptalands. Utanríkisráðherra þeirra segir, þrátt fyrir að allir sjái múrinn að það sé ekki verið að byggja múrinn. Af sömu skynsemi mælir forustufólk Samfylkingarinnar sem segir að engin stefnubreyting felist í orðum Kristrúnar þó það sé jafn augljóst að svo er eins og múrinn sem Egyptar eru að byggja.

Já og hvenær byggir maður múr og hvenær byggir maður ekki múr. Fjandinn ef Egyptar eru bað byggja múr eða Kristrún að skipta um stefnu í málefnum hælisleitenda. Fari í helvíti, Kristrún er ekki að skipta um stefnu. Og þó.

Egypska landamæravegginn við Gaza og sem nú er verið að bæta við, má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð