Boris Johnson krafðist milljón dollara fyrir að mæta í viðtal hjá Tucker Carlson

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Í viðtali við Glenn Beck, Blazes (sjá X að neðan), afhjúpar blaðamaðurinn Tucker Carlson, að Boris Johnson fv. forsætisráðherra Bretlands hafi krafist einnar millljón dollara greiðslu til að koma í viðtal hjá Tucker Carlson. „Hann vildi fá eina milljón dollara! Pútín bað ekki um eina milljón dollara!“

Eftir að Tucker tók viðtal við Vladimír Pútín Rússlandsforseta varð hann fyrir ásökunum Boris Johnson, sem kallaði hann „blaðamannasvikara. Í Pútínviðtalinu er því haldið fram, að Johnson hafi eyðilagt friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu vorið 2022. Tucker Carlson segir:

„Boris Johnson kallaði mig verkfæri Kremls eða eitthvað álíka. Svo ég setti inn beiðni um viðtal við Boris Johnson. Loksins kom einn ráðgjafi hans til baka til mín og segir, að Johnson muni tala við mig en það muni kosta milljón dollara. Hann vildi fá milljón dollara! Pútín vildi ekki milljón dollara!“

Úkraínustríðið einn allsherjar peningaþvottur

Tucker ræddi Úkraínustríðið og segir hispurslaust að hér sé um stórkostlegt peningasvindl að ræða: Úkraína er risastór aðgerð „peningaþvottar.“ Skiptir engu máli, hversu mikið af peningum skattgreiðenda vestrænir stjórnmálamenn halda áfram að ausa í Úkraínu. Stríðinu muni ekki ljúka með því, að Úkraína sigri Rússland.

Lífskraftur Úkraínu verður bara veikari og veikari í staðgengilsstríðinu gegn Rússlandi. Engu að síður halda ráðamenn í hinum vestræna heimi áfram að kynda undir deiluna með enn meiri peningum og vopnum í stað þess að leita friðsamlegrar lausnar. Margir fleiri munu því deyja.

Hvers vegna varð þetta svona?

Samkvæmt Tucker Carlson er stríðið risastórt svindl; leið fyrir elítu Vesturlanda til að þvo peninga. Mikið af því fé sem ætlað er til Úkraínu fer í raun beint til vopnaframleiðenda á Vesturlöndum. Svona eins og hinn svo kallaði heimsfaraldur. Gríðarlegar fjárhæðir voru fluttar frá skattgreiðendum til lyfjarisanna sem fengu ómældan gróða fyrir bóluefni gegn veiru með 0,1% dánartíðni fólks undir 70 ára aldri.

Núna reynir Biden-stjórnin að senda nýja 60 milljarða dollar til Úkraínu. Tucker Carlson segir við Glenn Beck:

„60 milljarðar dollara munu ekki gera Úkraínu kleift að vinna Rússland. Enginn heiðarlegur maður heldur að það muni ganga. Þetta er peningaþvottur. Margir þeirra sem taka þátt í stríðinu græða á því. Ef þú græðir peninga á stríði, þá skaltu eiga það með Guði, því það er í raun siðlaust. Það er virkilega, virkilega rangt.“

Skildu eftir skilaboð