Bændauppreisnin fer í taugarnar á Zelenskí og glóbalistunum

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Eitt af vandamálunum sem sem hellt er yfir landbúnaðinn um þessar mundir kemur frá Úkraínu. Þegar bændur beina mótmælum í þá áttina, þá bregðast glóbalistarnir og Zelenskí illa við.

Uppreisn bænda að undanförnu í Evrópu beinist gegn árásum Evrópusambandsins og glóbalistanna á landbúnaðinn. Hafa gríðarmikil mótmæli verið í Þýskalandi, Frakklandi og fyrir utan höfuðstöðvar ESB í Brussel. Beinast mótmælin gegn hækkandi verði á dísilolíu, innflutningi á ódýrum matvælum frá löndum sem hvorki þurfa að fylgja núlllosun eða borga losunargjöld. Gegn slíku geta evrópskir bændur ómögulega keppt við, þar sem markmiðið er að knékrjúpa fyrir róttækri loftslagsstefnu ESB. Miðar stefna ESB að því að drepa landbúnaðinn með sköttum og reglugerðarfargani, gera bændur gjaldþrota og koma matvælaframleiðslunni í hendur alþjóða risafyrirtækja glóbalistanna.

Í Póllandi hafa bændur snúist gegn innstreymi matvæla frá Úkraínu. Eru ekki gerðar sömu kröfur, hvorki til úkraínskra bænda né flutningabílstjóra eins og gert er í ESB. Mikið magn matvæla á undirboðsverði leiðir til lækkandi matvælaverðs og tapreksturs pólskra bænda. Komið hefur í ljós, að alþjóða risafyrirtæki bíða við hornið til að sópa upp pólska matvælamarkaðinn, þegar búið er að knésetja pólska bændur.

Vilja loka landamærunum að Úkraínu

Reuters greinir frá því, að pólskir bændur hafa sett umfangsmiklar hindranir á landamærunum að Úkraínu til að stöðva innflutning úkraínskra matvæla. Marcin Wielgosz, skipuleggjandi mótmælanna við landamærastöðina Doruhusk, segir við Reuters:

„Að mínu mati ætti að loka landamærunum. Setja verður skýrar verklagsreglur áður en hægt verður að opna landamærin á ný. Það mun ekki gerast með þeim reglum sem við höfum núna. Núna getur hver sem er komið með hvað sem er og í hvaða mæli sem er … inn í Pólland.“

Ógnarstjórn Tusk í Póllandi mætir vaxandi andstöðu

Málið hefur vakið mikla reiði úkraínskra stjórnvalda sem krefjast þess, að framkvæmdastjórn ESB neyði bændur til að fara frá landamærastöðvunum. Er fullyrt að sendingarnar eigi að fara til Þýskalands en ekki á pólska markaðinn. Vísað er til yfirstandandi stríðs við Rússland og að frjálst flæði vöru frá Úkraínu sé mikilvægt tákn um „evrópska samstöðu.“ Úkraínskir ​​vörubílstjórar mótmæla því að geta ekki keyrt vörubílana í Póllandi.

Spennan milli pólsku bændanna og Úkraínu er viðkvæmt mál fyrir nýja ESB-ógnarstjórn Donald Tusk í Póllandi. Á skömmum tíma hefur Tusk tekist að æsa stóran hlut þjóðarinnar upp á móti sér með handtöku stjórnarandstæðinga og lokun fjölmiðla. Tusk gerir allt til að styðja Zelenskí en glímir við almenning og bændur heima fyrir.

Föðurlandsvinir margra ríkja styðja bændauppreisnina

Fyrrverandi stjórnarflokkur Póllands Lög og réttlæti (Prawo i Sprawiedliwość, PiS) lýsir yfir fullum stuðningi við bændur landsins. Flokkurinn birti færslu á X, þar sem kallað er eftir viðskiptabanni á landbúnaðarvörur frá Úkraínu.

Í öðrum löndum hafa föðurlandsvinir stutt bændur sína. Valkostur fyrir Þýskaland stendur með bændum í Þýskalandi. Í Frakklandi hefur landsþing þjóðarfylkingar Marine Le Pen veitt skýlausan stuðning sinn við franska bændur. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands studdi bændur sem mótmæltu í Brussel á meðan hann var þar á leiðtogafundi ESB.

Skildu eftir skilaboð