Koltvísýringsbrjálæðið er aðferð til að „stjórna fólki“

frettinErlent, Evrópusambandið, Gústaf Skúlason, Loftslagsmál1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Globalistarnir sem hafa tekið völdin í Evrópu og ESB búa til og/eða nýta sér „kreppur“ til að knýja fram stefnuskrá sína. Að sögn ESB-þingmannsins Rob Roos, sem fer fyrir ECR þinghóp hægri manna á Evrópuþinginu, þá er markmiðið að koma á „nýrri tegund af kommúnisma.

Hvernig stendur á því, að glóbalistarnir taka fyrir jafn lífsnauðsynlega og jákvæða lofttegund fyrir jörðina eins og koltvísýringur er?  Vegna þess að ef þeir telja sig geta stjórnað koltvísýringi, þá geta þeir stjórnað fólki, útskýrir hann.

Búa til kreppur og nota sem stjórnunartæki

„Elíta glóbalistanna í ESB eru valdafíklar,“ segir þingmaðurinn, „til að ná meiri völdum þá notast þeir við svo kallaðar kreppur. Ef þeir hafa enga tiltæka kreppu – eins og Covid – þá búa þeir til kreppur,“ sagði hann í ræðu í Póllandi. Lausnin er alltaf sú sama: Enn þá meira ESB. Roos segir:

„Ef það er engin kreppa þá búa þeir til kreppur. Til dæmis loftslagsbreytingar. Þeir kalla það tilvistarógn. Lausnin er „Græni samningurinn“ sem eyðilagði orkukerfið okkar og er að eyðileggja matvælakerfið okkar.“

Allt sem við gerum felur í sér koltvísýringslosun

Roos heldur áfram:

„Þeir eru að reyna að stjórna koltvísýringi. Ef þú stjórnar koltvísýringi þá stjórnar þú fólki. Vegna þess að allt sem við gerum í lífinu felur í sér koltvísýringslosun: lifa, anda, borða, ferðast. Þannig að ef þú getur stjórnað þessu, þá geturðu stjórnað lífi fólks.“

Stefnum í nýja gerð kommúnismans

Að sögn Roos er ESB á leiðinni að verða „stórt evrópskt ofurríki“:

„Þeir vilja afnema þjóðríkið, því þegar það gerist munu þeir ráða algjörlega. Ef þeim tekst að innleiða stafræn skilríki og stafræna seðlabankapeninga, þá munu þeir geta stjórnað öllu sem við gerum. Við stefnum í átt að því sem ég kalla nýja gerð af kommúnisma.“

Rob Roos dregur síðan hliðstæður við stríð Stalíns gegn bændum í Sovétríkjunum. Bændur í Evrópu hafa í mörgum löndum risið upp gegn árásum ESB á bændur.

Sjá styttri klippu á X hér fyrir neðan og alla ræðuna á youtube þar fyrir neðan:


One Comment on “Koltvísýringsbrjálæðið er aðferð til að „stjórna fólki“”

  1. Hugsjónir kommúnista dóu ekki með falli Austur-Evrópu, þessi skelfilegu hugmyndafræði og lífsviðhorf hafa komið til baka með offorsi á Vesturlöndum. Það á að stjórna almenningi með hræðsluáróðri, efnahagslegum þvingunum, skattheimtu, og eftirliti.

Skildu eftir skilaboð