Páll Vilhjálmsson skrifar:
Palestínuarabi á Íslandi átti íslenska eiginkonu. Þau eru skilin. Palestínuarabinn er með umsókn hjá Útlendingastofnun um fjölskyldusameiningu. Hann á móður á lífi í Gasa og 12 systkini, segi og skrifa tólf, og vill þau öll til Íslands.
Ekki liggur fyrir hve mörg systkina Palestínuarabans eiga maka og börn. Ef þau eiga öll maka er fjöldinn kominn upp í 24 einstaklinga. Palestínuarabar í Gasa eru eitt frjósamasta samfélag í heimi, samkvæmt alþjóðlegri tölfræði.
Hver kona í Gasa á að jafnaði 3,5 börn. Ef við notum þá tölu á systkini Palestínuarabans hér á landi, og gefum okkur að þau séu öll með fjölskyldu, fáum við 42 börn.
Reikningsdæmið lítur þá svona út. Einn Palestínumaður kemur til Íslands vill í nafni fjölskyldusameiningar fá 67 skyldmenni hingað til lands.
Dæmið hér að ofan er ekki einstakt. Tilfallandi hefur áður fjallað um Palestínuaraba á Íslandi sem vildi fá hingað 21 ættmenni.
Ættarmót Palestínuaraba eru í boði vinstriflokkanna. Samfylking, Vinstri grænir, Píratar og Viðreisn standa vörð um sjálftekt útlendinga á íslenskri velferð.
Samkvæmt tölfræði Útlendingastofnunar eru Palestínuarabar þriðji stærsti hópurinn sem sækir um hælisvist á Íslandi. Íslenskir meðhjálparar sjá til þess að aröbum fjölgar stöðugt.
Það sjá allir í hendi sér að haldi fram sem horfir verður Ísland-Palestína ekki nafn á samtökum heldur þjóðríki.