Aðsend grein:
Innri nefnd Miðflokksins hélt sinn annan fund í gær frá Landsþingi í haust og báða núna í febrúar. Formannssætið í Innra starfi er oft talið næst varaformanni eftir að varaformannsembættið var lagt niður. Mikil ólga og óánægja flokksmanna er um skort á starfi nefndarinnar.
Fundarboð fyrir fundinn í gær hafði verið sent út með löglegum fyrirvara með dagskrá. Nokkrum klukkustundum fyrir fundinn var send út ný dagskrá þar sem bætt hafði verið við kosningu varaformanns sem fyrsta dagskrárlið.
Eftir kjör í nefndina fyrir tveimur árum þar sem Ómar Már Jónsson var endurkjörinn formaður var Einar G Harðarson kjörinn varaformaður.
Á fundinum í gær var kosið eftir nýútgefinni dagskrá sem Einar hafði ekki vitneskju um og Guðbjörg Hrafnhetta var óvænt í kjöri á móti Einari í varaformennsku nefndarinnar. Níu af þrettán mönnum nefndarinnar mættu. Atkvæði fóru fimm Guðbjörgu í vil en Einar fékk fjögur. Tveir til þrír af þeim fimm sem kusu Guðbjörgu komu á fundinn rétt til að kjósa og fóru svo af fundi.
Allir sem kusu Guðbjörgu nema Ómar voru nýliðar í nefndinni. Minnir þetta allmikið á aðför Sigurðar Inga að Sigmundi Davíð í Framsóknarflokknum þar sem rútur streymdu að á sunnudagsmorgni, fólk sem ný skráð var í flokkinn kom kaus og fór svo aftur.
Telja má víst að seinna fundarboðið sé ólöglegt og kosningin þar með. Guðbjörg hafði stundað svipuð vinnubrögð með stuðningi Ómars þegar hún var kjörin formaður Suðurkjördæmis í Reykjavík þar sem hún smalaði á þann fund öllum að óvörum og bauð sig fram án fyrirvara á fundinum. Ekki er ljóst hvort fundurinn verður lýstur ólöglegur eða hvort málinu sé lokið.
Höfundur er Miðflokksmaður.
9 Comments on “Ódrengileg og ólögleg vinnubrögð innan Miðflokksins minna á fall Sigmundar Davíðs í Framsóknarflokknum”
Ég er þá líklega ekki ritari eftir allt, fyrst það var ekki í fundarboðinu. Annars vantar rosalega mikið upp á að fundarsköp séu virt í nefndum yfirleitt. Bara haft svona „casual“
Eftir að hafa tapað 2 sinnum kjöri til stjórnarsetu í miðflokknum leggstu nú svo lágt að skrifa „grein“ og brjota þar með trúnað sem þu sem nefndarmaður ert bundinn af en skil þig svo sem vel það særir stoltið að vera hafnað ýtrekað
Vonarstjarna úr síðustu borgarstjórnarkosningum hefur ekkert gert sem formaður innrastarfs síðustu tvö ár eða frá því hann var kjörinn formaður. Eftir að hafa fengið á sig málefnalega gagnrýni um aðgerðarleysi þá ákveður formaður innrastarfs að stinga varaformaninn í bakið með ódregilegum vinnubrögðum. Réttast væri að formaður innrastarfs segi sig frá trúnaðarstöðum innan flokksins og kosningin verði dæmd ólögmæt. Flokkurinn er ekki á vetur setjandi með svona vinnubrögðum.
EGH stoppaðu núna þetta komment er þér ekki sæmandi frekar en þessi „grein “ þín
Miðflokksmaður
02.23.2024 AT 23:44
Sá sem skrifar þetta er ekki ég EGH.
Ekki meira plís…ekki skemma góða flokkinn okkar. Okkur þykir öllum vænt hvoru um annað og um flokkinn okkar, en þetta er ekki rétta leiðin til að leysa ágreining og alls ekki rétti vettvangurinn.
Ætli nýji varaformaðurinn sé skrokkur sem þingmenn flokksins gætu hugsað sér að setja í?
Samkvæmt heimildarmanni á frettin.is er það Einar G Harðarson sem að skrifar þessa grein.
Það hlaut að vera.