62 þúsund glæpamenn í glæpahópum Svíþjóðar

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar og Petra Lundh, ríkislögreglustjóri Svíþjóðar, héldu blaðamannafund á föstudagsmorgun, þar sem kynnt var ný skýrsla um fjölda glæpamanna í Svíþjóð (sjá pdf að neðan).

Að sögn Gunnars Strömmer er Svíþjóð í ótrúlegri stöðu varðandi ofbeldi tengt glæpahópunum. Að sögn lögreglu eru 62.000 manns virkir í eða tengjast glæpasamtökum í Svíþjóð. Þar af eru 14.000 virkir klíkuglæpamenn og 2.000 taldir vera „mikilvægir aðilar“ þ.e.a.s. leiðtogar. Strömmer sagði:

„Við erum að tala um kerfisógnandi glæpamennsku með mikla ofbeldisgetu sem þaggar niður í vitnum, ógnar félagsráðgjöfum, smeygir sér inn í yfirvöld og stjórnmálaflokka, kaupir eiturlyf, sem svindlar á öldruðum og velferðarkerfinu okkar.“

Sænskir ​​ríkisborgarar

Gunnar Strömmer fjármálaráðherra Svíþjóðar ásamt Petru Lundh, ríkislögreglustjóra.

88% eru sænskir ​​ríkisborgarar, þar af 8% með erlent ríkisfang. 11% hafa eingöngu erlent ríkisfang. Petra Lundh ríkislögreglustjóri sagði:

„Við sjáum að glæpatengslanetin eru mjög umfangsmikil, sem staðfestir þá mynd að þetta sé útbreitt og mjög alvarlegt félagslegt vandamál. En við verðum að trúa því að það sé hægt að snúa þróuninni við og við vinnum hörðum höndum að því meðal annars með öðrum yfirvöldum.“

Lundh leggur áherslu á að mikið af skipulagðri glæpastarfsemi sé nú stunduð frá öðrum löndum. Kærustur, mæður og feður hafa verið flokkaðar í útreikninga. Í meginatriðum snýr starfsemin að fíkniefnaglæpum.

Lagesbild-over-aktiva-gangkriminella-i-Sverige-

Skildu eftir skilaboð