Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad, stígur á svið í kvöld í Söngvakeppninni á RÚV. Murad er fæddur og uppalinn í Austur-Jerúsalem, borgin skiptist í Austur og Vestur-Jerúsalem sem er ísraelski hluti borgarinnar.
Fréttinni hafa borist ábendingar þess efnis að Murad hafi stundað tónlistarskóla í Ísrael(Vestur-Jerúsalem) og hlaut hann styrk fyrir náminu frá ísraelsmönnum. Þá hefur Murad jafnframt öll réttindi á við Ísraelsmenn og fær til að mynda fría heilbrigðisþjónustu, í gegnum svokallað "Blue ID kort."
Ísrelski miðillinn Mako greinir frá málinu, en þar kemur fram að Murad hafi fengið inngöngu í Ísraelska tónlistarskólann Rimon School, og eigi einnig þann heiður að vera fyrstur palestínumanna til að hljóta inngöngu í skólann.
Heimildarmaður sem hafði samband við Fréttina og á ættir að rekja til Ísrael, segir að sér finnist þetta sýna mikið vanþakklæti, því Murad hafi lifað góðu lífi í Ísrael og nýtur einnig vernd þar sökum samkynhneigðar sinnar. En eins og flestir vita þá er samkynhneigð ólögleg í Palestínu, og margir palestínskir hommar hafa fengið vernd í Ísrael vegna kynhneigðar sinnar.
Um Austur-Jerúsalem
Eftir sex daga stríðið og við upphaf ísraelskra stjórnarsetu í Austur-Jerúsalem, fengu um það bil 70.000 arabar í austurhluta borgarinnar stöðu íbúa með fasta búsetu og bera þeir ísraelskt blátt ID kort.
Aröbum í Austur-Jerúsalem er heimilt að fá ríkisborgararétt í Ísrael í samræmi við lög um ríkisborgararétt, samþykkt árið 1952. Samkvæmt 5. kafla. þurfa íbúar að undirrita yfirlýsingu um hollustu, að þeir hafi ekki annað erlent ríkisfang og hafi grunnþekkingu í hebresku. Flestir Arabar í Austur-Jerúsalem sóttu ekki um ísraelskan ríkisborgararétt.
Frá og með árinu 2022, og samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu, eru 18.982 af arabísku íbúum Austur-Jerúsalem, sem eru innan við 5%, ríkisborgarar Ísraelsríkis, 34% umsókna um ríkisborgararétt hafa verið samþykktar.
Lag Murad má hlýða á hér neðar:
3 Comments on “Bashar Murad fæddur og uppalinn í Austur-Jerúsalem: fékk ísraelskan tónlistarstyrk”
Austur-Jerúsalem er palestínski hluti Jerúsalem. Hvernig væri að kynna ykkur aðeins málin áður en þið skrifið svona bull.
Bjartur, þér v eitti nú ekki af að kynna þér hlutina áður en þú ferð að „gaspra“. Vissulega er austur Jerúsalem BYGGÐ Palestínumönnum en svæðið er undir stjórn Ísraela og þangað hafa margir Palestínumenn frá Gaza og Vesturbakkanum leitað skjóls vegna ofsókna.
Takk fyrir þetta hefur verið lagað.