Helga Dögg Sverrisdóttir kennari greinir frá því á bloggi sínu að hún hafi verið sökuð um hatur og fordóma í garð minnihlutahóps í samfélaginu. Hún segir að Hilda Jana sveitarstjórnarkona hafi glumið eins og tóm tunna um málaflokkinn. Þá hafi Hanna Dóra Markúsdóttir formaður BKNE látið til sín taka um sama efni, ef henni líkar ekki skrif um ákveðna málaflokka.
„Samverkmenn Hönnu, í þöggun og útilokun, voru stjórnarmenn í BKNE þær Pollý Rósa Brynjólfsdóttir og Erla Rán Kjartansdóttir báðar kennarar í Brekkuskóla eins og Hanna. Jónína Vilborg Karlsdóttir kennari í Lundarskóla og Sigríður Sigmundsdóttir kennari í grunnskólanum á Mývatni. Sumir í Síðuskóla fóru mikinn á snjáldursíðum sínum, m.a.a um að reka ætti bloggara, en enginn hefur rökstutt mál sitt eða bent á meint hatursorð né heldur hvar bloggari hefur farið með rangt mál.
Mér varð hugsað til þessara kennara þegar ég hlustaði á þennan frábæra kennara rökræða við nemanda um ummæli sem viðhöfð hafa verið um J.K. Rowling. Þegar menn skoða málið og rökræða kemur hið sanna í ljós, engin hatursorð eða fordómar í gangi. Margir óttast að ræða við þá sem andmæla trans- hreyfingum og hugmyndafræði þeirra. Hefur sýnst sig, þeir beita þöggun og útilokun,“ skrifar Helga.
Helga telur að umræddir kennarar hafi litla hugmynd um það þýðir að hefta tjáningarfrelsi einstaklinga. Kennararnir telja kúgun helga meðalið, því miður þannig er það ekki. Hér má lesa grein um tjáningarfrelsið.
One Comment on “Enginn kennari hefur getað bent á meint hatur né fordóma”
Áfram Helga Dögg.