Eftir Einar G Harðarson:
Vímuefnaneysla hefur verið þekkt hjá mannfólkinu frá því löngu áður en ritaðar heimildir urðu til um hana. Nútíma fíkniefnaneysla hefur farið vaxandi og er þar af leiðandi vaxandi vandamál flestra þjóða. Í dag má tengja fíkniefnaneyslu við álag, streitu, uppeldi og vandamál sem skapast af breyttu þjóðfélagsmynstri nútímans. Enn eykst neysla fíkniefna og hert eru tök lögreglu en samt heldur neyslan áfram að aukast og orrustur tapast.
Ný fíkniefni hafa bæst í hópinn og sjúkdómar og dauðsföll hafa aukist þeirra vegna. Hörðustu efni sem eru ekki lengur kókaín og heróín heldur hafa bæst við ópíóíðar.
Sagt er að um 80 ungmenni hafi látið lífið á síðasta ári vegna fíkniefna en ópíóíðar fundust í 33 sem létust.
Viðbrögð lögreglu og yfirvalda eru nokkuð einróma um að herða viðurlög, löggæslu og eftirlit ásamt því að vopnavæða lögreglu. Það er hins vegar þekkt frá öðrum löndum að vopnavæðing lögreglu hefur einungis aukið á hörku og vopnavæðingu eiturlyfjasala. Talað er orðið um gengjastríð þar sem vopn af verri tegundum eru notuð til að drepa. Lengi var breska lögreglan ekki með byssur til að koma í veg fyrir að glæpagengin notuðu vopn líka.
Það hefur engin þjóð enn í dag getað talið sig hafa unnið stríðið gegn eiturlyfjum. Ekki nema hugsanlega þær þjóðir sem hafa dauðadóm við fíkniefnaneyslu og hvað er þá unnið. Það telur undirritaður álíka og að kveða upp dauðadóm yfir þeim sem fremja sjálfsmorð.
Leið sem ekki hefur verið reynd mikið er skaðaminnkandi aðferðir. Slíkar aðgerðir koma ekki að fullu í veg fyrir neysluna en geta minnkað skaðann verulega.
Að lögleiða neysluskammta er engin lausn. Fyrsta spurning er auðvitað hvað neysluskammtur er. Eru ekki öll eiturlyf alltaf til neyslu í skömmtum?
Leiðin sem undirritaður leggur til að verði athuguð er að heilbrigðiskerfið taki eiturlyflaneyslu sem sjúkdóm til lækninga. Augljóslega er um að ræða sjúkdóm þegar fólk er háð efnum af þeirri tegund að þau skaða alvarlega neytandann, nákomna og aðra.
Þegar menn eru orðnir háðir efnum sem þeir verða að fá er vitað að glæpastarfsemi færir sér þá þörf í nyt. Ef sjúkrastofnanir taka við þessum sjúklingum sem sannarlega eru orðnir það og veita þeim þá aðstoð sem þeir þurfa, það er að gefa þeim viðeigandi efni, getur margt hins vegar unnist. Athuga þarf hvort viðkomandi er í raun háður eiturlyfi, eins og krabbameinssjúklingur sé í raun með krabbamein.
- Fylgst er með heilsu þess sem kemur og viðkomandi fær efni eins og hvert annað lyf hjá heilbrigðisstofnun. Hann fær ekkert með sér ,,heim".
- Viðkomandi þarf að undirgangast og þiggja aðstoð við að minnka eða hætta neyslu þessara efna með læknisfræðilegum hætti og aðstoð.
- Dauðsföllum af völdum ofurskömmtum hverfa að minnsta kosti hjá þeim sem fá þessa þjónustu.
- Ekki eru notuð vafasöm efni sem seld eru á götunni og kaupandinn og neytandinn veit lítið um hvað hann er að kaupa og þá nota.
- Og ekki síst þá missa sölumennirnir viðskiptavini sína og hætta að selja efnin því þeir eru ekki lengur kaupendur.
Höfundur er lögglitur fasteignasali.
2 Comments on “Að tapa öllum orustum en vinna stríðið”
Þú hreinlega gerir þér ekki grein fyrir því að Læknar og lyfja mafían munu herja á þetta fólk og nýta sér það sér til framdráttar rétt eins og mafíur. Hvers vegna ekki bara að fara Þá leið sem var farinn í Portúgal ??. Þar voru öll efni gerð ó refsi verð og sala upp á yfir borðinnu. Efnin hrein og ódýr, Dauðsföll of völdum efna hefur minkað um 99% ofur hagnaður ríkisins vegna skatta er svaðaleg og það er hægt að nota í forvarnir og spítalann. Það er bara als enginn skinsemi í að láta lækna samfélagið taka við þessi fólki og flokka með sjúkdóm enda fyrir löngu búið að reyna það (VOGUR Sáá) og það gengur ekki og lyfja mafíann getur ekki meðhöndlað hingað til. Hversvegna Ekki ?, Því einstaklingur glímir ekki við fíkn eða löngunn í vímu efni Nei als ekki Heldur sækist einstaklingurinn í lausn undann sársuka sem stafar af tráma / skaða úr æsku sem ekki náðist að vinna úr og einstaklingurinn var alinn upp í vangetu til að takast á við, fara inn á við og leysa úr sínum vanda og Þetta er vitað og hefur verið í mög ár. sínum þessu fólki virðingu og leifum þeim að nota sín efni ódýrt og áöruggan hátt með það að leiðar ljósi að hjaálpa þessu fólki til að vinna úr andlega vanda sínum og þannig minkað eða hætt neyslu efna til að DEYFA sig.
Er búið að sameina frettin.is og netfrettir.is?
Ef þið opnið það síðarnefnda, þá poppa upp hvorki meira né minna en 6 myndir af höfundi þessarar greinar.