Bandaríkin og Nató gefa Úkraínu leyfi til að nota F-16 stríðsþotur til að hefja árásir á Rússland

frettinErlent, Gústaf Skúlason, Úkraínustríðið1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Joe Biden, Bandaríkin og Nató hafa gefið Úkraínu leyfi til að nota F-16 stríðsþotur Nató til að gera árásir á Rússland. Handlangarar Joe Biden eru staðráðnir í að hefja þriðju heimsstyrjöldina.

Newsweek greinir frá:

Jens Stoltenberg, aðalritari Nató, segir að Úkraína eigi rétt á því að nota vestræn vopn sín til að verjast Rússlandi, jafnvel þótt það feli í sér að ráðast á skotmörk innan landamæra Rússlands. Stoltenberg sagði við Radio Liberty í viðtali á þriðjudag:

„Þetta er árásarstríð Rússa gegn Úkraínu, sem er augljóst brot á alþjóðalögum.“

Leyfilegt samkvæmt alþjóðalögum

Embættismaður Nató staðfesti við Financial Times á fimmtudag, að Stoltenberg hafi átt við, að sjálfsvarnarréttur Kænugarðs leyfi árásir á rússnesk hernaðarskotmörk fyrir utan Úkraínu. Stoltenberg sagði:

„Samkvæmt alþjóðalögum hefur Úkraína rétt til varnar. Það felur einnig í sér árásir á lögmæt hernaðarleg skotmörk, rússnesk hernaðarleg skotmörk fyrir utan Úkraínu. Þetta eru alþjóðalög og auðvitað hefur Úkraína rétt á því að verja sig.“

Farið yfir rauðu línu Rússlands – þriðja heimsstyrjöldin innan seilingar

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ítrekað varað við því, að Úkraína noti búnað sinn frá vestrænum löndum til að gera árásir á rússneskt landsvæði og segir, að það muni stigmagna átökin. Bandaríkin sögðu upprunalega að ekki ætti að láta Úkraínu fá vopn sem gætu náð til Rússlands eða þotur til að gera árásir á Rússland. Núna eru þær yfirlýsingar eins og margar aðrar úr þeirri átt – falsið eitt. Úkraínumenn hafa þegar notað vopn frá Bandaríkjunum til að skjóta niður Ilyushin II-76 herflutningavél í Rússlandi. Þróunin sýnir að það er staðráðinn einsetningur Bandaríkjanna og Nató að farið verði í fullt stríð við Rússa og sigra þá. Það var einnig blautur draumur Napóleons og Hitlers.

Með ákvörðuninni að hefja árásir á Rússland með F-16 herþotum Bandaríkjamanna er hafið nýtt stig í stríðinu og rauð lína Pútíns virt að vettugi. Verður þar með stórt skref tekið nær þriðju heimsstyrjöldinni á þessari brjálæðisvegferð.

One Comment on “Bandaríkin og Nató gefa Úkraínu leyfi til að nota F-16 stríðsþotur til að hefja árásir á Rússland”

  1. Rússar hafa þa bara meira að skjota niður…s400 og s500 skeytin ráða léttilega við þessar f16 druslur sem Úkraina fær , vestrið elskar ekki Úkrainu en vestrið hatar Rússland enda Rússland sjalfu sér nógt og hlær að þessum “undravopnum” vestursins

Skildu eftir skilaboð