Nigel Farage: Trump verður að vinna svo hægt verði að bjarga vestræna heiminum

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi Brexit flokksins í Englandi, ávarpaði ráðstefnu íhaldsmanna þessa helgi í Fort Washington, Maryland. Í ræðu sinni kallaði Nigel Trump forseta hugrakkasta manninn sem hann hefur hitt á ævinni. Nigel lagði áherslu á mikilvægi þess, að Donald Trump sigri í komandi forsetakosningum til að hinum vestræna heimi verði bjargað.

Nigel Farage sagði:

„Ég veit hvernig það er, þegar verið er að djöflast í manni. Ég veit hvernig það er að vera kallaður öllum illum nöfnum. Ég get sagt ykkur, að Trump hefur gengið í gegnum miklu meira af þessu heldur en ég. Gott fólk, ég trúi því einfaldlega, að Donald Trump sé hugrakkasti maður sem ég hef hitt á ævinni. Ég geri það svo sannarlega. Ég trúi því virkilega, – virkilega.“

„Núna er það ekki bara ég á Evrópuþinginu. Það eru komnir nýir flokkar um alla álfuna. Það eru kosningar til Evrópu þann 9. júní á þessu ári sem munu sjá til þess að margir, miklu fleiri koma inn sem vilja berjast gegn markmiðum glóbalistanna.“

„Það er fleiri en ég frá Bretlandi sem telja, að Trump verði að vinna þessar kosningar. Hann verður að vinna þessar kosningar, ekki bara Bandaríkjanna vegna, heldur hreinskilnislega vegna alls hins vestræna heims. Til að bjarga þeim gildum vestrænnar siðmenningar sem okkur þykir vænst um.“

Sífellt fleiri gera sér grein fyrir því, að einungis Donald Trump getur bjargað heiminum frá alvarlegri ógn öfga vinstri glóbalista.

Skildu eftir skilaboð