ESB-elítan fékk ókeypis kúaskít í Brussel í dag

frettinErlent, Gústaf Skúlason2 Comments

Gústaf Skúlason skrifar:

Þegar bændur gera uppreisn er eins gott að taka mark á þeim. ESB-elítan varð að fela sig á bak við lokaða glugga og gaddavír, þegar bændur vopnaðir kúaskít héldu áfram mótmælum sínum í Brussel í dag. Bændur verja sig með kúaskít gegn lamandi skrifræðisreglum sambandsins og samkeppni frá ódýrum innflutningi annarra landa, þar sem hvorki er krafist núlllosunar eða verið að drepa landbúnaðinn með háum sköttum. Landbúnaðarráðherrar ESB voru á fundi í dag í Brussel og földu sig á bak við steyptar hindranir og gaddavír sem búið var að girða utan um höfuðstöðvar ESB.

Óeirðalögreglu var sigað á bændur sem komu á dráttarvélum skreyttum fánum og borðum. Þegar bændur sturtuðu kerru með dekkjum nokkra hundruð metra frá byggingu Evrópuráðsins kom lögreglan vopnuð vatnsbyssum. Bændur sendu þá kúaskítskveðjur til lögreglunnar og brutust á nokkrar dráttarvélum gegnum lögreglumúrinn. Þurftu skelfingu lostnir lögreglumenn að flýja af vettvangi.

Þetta er bara nýjasta sýnishornið af bændauppreisninni um alla Evrópu. Á laugardaginn hrópuðu bændur á Emmanuel Macron Frakklandsforseti að segja af sér á landbúnaðarsýningunni í París. Veltu bændur sýningarbás ESB um koll á sýningunni. Mótmæli hafa einnig verið á Spáni, Hollandi og Búlgaríu undanfarnar vikur. David Clarinval, landbúnaðarráðherra Belgíu segir:

„Ráðherrarnir heyrðu greinilega kvartanir bændanna. Við getum skilið að sumir séu í erfiðum aðstæðum, en árásir hafa aldrei verið uppspretta neinna lausna.“

Myndbönd af átökum dagsins í Brussel:

2 Comments on “ESB-elítan fékk ókeypis kúaskít í Brussel í dag”

  1. Hinir veruleikafirrtu klikkhausar sem stjórna EB halda að hægt sé að borða mat án þess að hafa bændur! Gott hjá bændum í Evrópu að mótmæla þessari fávisku sem þrífst innan veggja valdaelítunnar í Evrópu.

Skildu eftir skilaboð