75% Palestínumanna styðja blóðbað Hamas þann 7. október

frettinErlent, Gústaf Skúlason2 Comments

Gústaf Skúlason skrifar:

Samkvæmt JNS, þá styðja meira en þrír fjórðu araba í Palestínu villimannslega hryðjuverkaárás Hamas 7. október sl. samkvæmt fyrstu könnun um málið. 98% sögðu að þeir hefðu orðið „stoltari af sjálfsmynd sinni sem Palestínumenn.“

48,2% svarenda á svæðunum sem Ísrael gaf eftir árið 1995 (fyrir loforð um „land friðar“ sem aldrei hefur verið efnt), töldu hlutverk Hamas vera „mjög jákvætt.“ 27,8% líta á Hamas sem „nokkuð jákvætt.“ Næstum 80% telja Al-Qassam „hernaðararm“ Hamas vera jákvæðan. 59,3% araba sem kalla sig „Filista“ sögðust „fullkomlega“ styðja árásirnar og 15,7% sögðust „að nokkru leyti“ styðja hin blóðugu dráp. Aðeins 12,7% lýstu vanþóknun sinni og 10,9% sögðust hvorki styðja né leggjast gegn árásinni.

75% trúa að Palestínumenn sigri Ísrael

Þrír fjórðu eru svo uppfullir af ranghugmyndum, að þeir búast við að stríð Ísraels og Hamas endi með sigri Palestínumanna. Eftir stríðslok vilja 72% fá ríkisstjórn Hamas með Fatah. Það mun ekki gerast. 98% Palestínumanna í þessari könnun höfðu neikvæðar skoðanir á Bandaríkjunum. Rannsóknar og þróunarstofnun Arabaríkja í Ramallah (AWRAD) spurði 668 fullorðna Palestínumenn í suðurhluta Gaza, Júdeu og Samaríu á tímabilinu 31. október til 7. nóvember. (Óvissumörk eru 4% að sögn AWRAD.)

Ísraelsher mun tryggja stöðugleika Gaza í framtíðinni

Þótt Biden-stjórnin haldi sig enn við ímyndaða „tveggja ríkja lausn“ – það er að segja Ísrael annars vegar og stórt palestínskt hryðjuverkaríki hins vegar, þá sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í viðtali við bandaríska útvarpið NPR á föstudag, að Ísrael yrði að viðhalda „herstjórn á Gaza í fyrirsjáanlegri framtíð.“ Netanyahu sagði:

„Þegar við höfum sigrað Hamas, það verðum við að ganga úr skugga um, að það verði ekkert nýtt Hamas og engin endurvakning á hryðjuverkastarfsemi. Eins og er, þá er Ísraelsher sá eini sem getur tryggt það. Það verður að vera borgaraleg ríkisstjórn þar,“

Hér að neðan má sjá myndband með afhjúpun á hryðjuverkastarfsemi Hamas:

2 Comments on “75% Palestínumanna styðja blóðbað Hamas þann 7. október”

  1. Ógedslegt að lesa greinarnar eftir Zionista nasistana herna à þessari síðu.. við vorum eitt sinn flest õll sammàla um margt.. en mannúðin hefur horfið einhverstaðar à leiðinni og margir hafa blindast aftur..

Skildu eftir skilaboð