Kolbrún K Roberts skrifar:
Heiður strangtrúaðra múslimafjölskyldu fer eftir konum og stúlkum fjölskyldunnar. Heiður skiptir miklu máli í strangtrúuðu umhverfi.
Konurnar bera einar heiður fjölskyldunnar á herðum sér og það fer eftir því hversu vel þær hlýða reglum karlaveldisins. Víða í strangtrúuðu umhverfi þurfa þær að gangast undir því að vera umskornar þ.e.a.s. snípurinn er skorinn af, þær eru giftar jafnvel frændum sínum mjög ungar og eiga að hlýða og umbera ofbeldi af hendi eiginmanna sinna sem eiga rétt á því að lemja þær.
Heiðurinn bera þær einar því eiginmenn þeirra eiga jafnvel 2-3 aðrar eiginkonur. Samkvæmt nýrri grein Amnesty International eru um 4 milljónir stúlkubarna umskornar a hverju ári og útskýringar af hverju þetta er gert er vegna þess að koma í veg fyrir t.d. lauslæti kvenna og stúlkna og tryggja eigi meydóm fyrir farsælu hjónabandi sem einblínt er á barneignir.
Algengt er að í strangtrúuðu múslima umhverfi þá er snípurinn skorinn af kynfærum kvenna. Og þá sérstaklega þar sem hryðjuverkasamtök og öfgatrú ráða ríkjum. Karlmenn eru umskornir af öðrum ástæðum og þá aðallega út af hreinlætisástæðum en þeir halda ekki uppi sama heiðri og eiginkonur þeirra. En ef þeir ná að stjórna sínum konum vel þá halda þeir uppi heiðri sínum.
Múslima trú er misjöfn eins og önnur trúarbrögð. Sumir aðhyllast meira frelsi fyrir konur og börn og jafnrétti en aðrir fylgja ströngum reglum feðraveldisins.
Margar konur sem hafa náð að flýja ofbeldi feðraveldisins og þær hugrökku sem þora að stíga fram, tala um mesta vírus heimsins á okkar tímum sem er útbreiðsla feðraveldisins og eru sárar að vestrænar konur skuli ekki finna leið til að hjálpa þeim.
Á Íslandi er opið streymi fólks frá strangtrúuðu svæði karlaveldisins. Gazasvæðisins. T.d eru fjölmargir íbúar Gaza frá Egyptalandi. Egyptaland er með eina hæstu höfðatölu á limlestingum á kynfærum kvenna þar sem snípurinn er skorinn af konum og stúlkum fyrir utan Sómalíu og önnur múslima og kristinna landsvæða Afríku og víðar þar sem búið er að afmynda boðskap jafnréttis og frelsis.
Þar sem hefðin að skera snípinn af a sér langa sögu þá er þetta einnig hefð nútímans en þetta menningartengt og tengist t.d. að halda heiðri fjölskyldna feðraveldis.
Til þess að karlmaður geti séð til þess að konan haldi heiðri þá þarf hann að stjórna henni og hún má ekki t.d. óhlýðnast.
Konur strangtrúaðra feðraveldisins mega því ekki aðlagast “vesturlöndum” eða vinna úti því það gæti haft “slæm” áhrif á þær.
Á þessum stríðstímum þar sem fjölskyldu sameiningar eiga sér stað, þá er algengt að karlarnir komi fyrst yfir til landsins sem stefnt er á að fara til.
Hluti af þvi er til þess að halda heiðrinum.
(Þessi grein snýst um heiður strangtrúaðra og vissulega eru múslimar hér á landi sem eru ekki frá strangtrúaðra svæðum sem hafa aðlagast bæði konur og menn.)
Ef konan færi á undan karlmanninum þá væru líkur á því að hún gæti fengið ranghugmyndir. Maðurinn fer því fyrst og fjölskyldan hans sér um að konurnar hlýði á meðan karlinn er ekki á svæðinu….Og síðar fer konan með börnin yfir og er því aldrei eftirlitslaus.
Algengt er i Danmörku að hinar eiginkonurnar komi yfir sem einstæðar mæður og algengt vandamál velferðarkerfinu þar. En nýlega voru 5 palestínskar konur sem náðu að flýja ofbeldi eiginmanna sinna vegna þess að þær fengu aðstoð heilbrigðisstarfsmanna i sjúkrahúsi i Danmörku þar sem þær voru hælisleitendur. En það er ómögulegt að flýja nema þegar þær séu aðskildar við menn sína og þessar 5 voru það “heppnar” að komast á spítala eftir miklar barsmíðar. Þær komust til Noregs og áttu allar sömu sögu að segja varðandi það að það var búið að skera snípinn af þeim öllum ásamt dætrum þeirra.
Þær voru það heppnar að íslensk kona þ, presturinn hún Arndís Hauksdóttir sá um þær en hún er búsett í Noregi.
Þó að níðingsverkið að skera snípinn af sé ekki löglegt í flestum ríkjum þá er það stundað i mörgum Afrikuríkjum og meðal araba. Einnig um allan heim.
Þessi iðkun er trúarleg en þó aðallega menningarlega tengd ásamt öðrum ástæðum. Hvergi kemur fram í Kóraninum varðandi skyldu kvenna að láta skera snípinn en samt sem áður er þetta algengt meðal múslima. 40% Egypta fá þessa aðgerð hjá heilbrigðisstarfsmönnum en Egyptaland er með eina hæstu höfðatölu á umskornum konum og stúlkum sem er áætlað um 80%. Þar sem landamæri Palestínu og Egyptalands liggja saman þá er algengt að snípurinn sé skorinn af kvenfólki í Palestínu þó að það sé ólöglegt þar eins og víða eins og t.d. í Egyptalandi þrátt fyrir að þetta sé stundað á þessum svæðum.
Ætli ríkisstjórn Íslands sé með áætlanir að halda utan um þessi mál.