Kristín Þormar og Sigurlaug Ragnarsdóttir skrifa:
Sævar Daníel Kolandavelu er 38 ára gamall Íslendingur sem á líka ættir sínar að rekja til Indlands. Fyrir átta árum síðan slasaðist hann við einfalda æfingu, og lýsir því þannig sjálfur að eitthvað hafi þá slitnaði í hálsinum á honum. Síðar hafi komið í ljós að áverkarnir voru miklu meiri og alvarlegri en hann hélt í fyrstu.
Hann fór hefðbundnar leiðir í byrjun til þess að ná bata aftur með því að fara í sjúkraþjálfun, hvíla vel og passa upp á mataræðið, en heilsan snarversnaði samt sem áður.
Í dag er staðan sú að hann er með fjöláverka í stoðkerfinu sem bara versna, en hann er líka með meðfæddan stoðkerfisgalla.
Það eru að minnsta kosti sjö liðbönd í brjósthrygg og baki slitin, og er hann ófær um að sinna daglegum verkum, og telur hann að stærstur hluti meiðslanna sé vegna afbrigðilegrar hreyfigetu eftir slysið, liðböndin séu sífellt að slitna og liðir að aflagast meira.
Hann getur ekki setið lengur en í nokkrar mínútur í senn, verður stöðugt að halda höfðinu og hálsinum uppréttum á meðan, og notar hækjur til að komast um.
Baráttan við heilbrigðiskerfið á Íslandi
Síðustu sex árin hefur Sævar reynt að sækja sér aðstoð í íslenska heilbrigðiskerfinu með ótal heimsóknum til sérfræðinga, á bráðamóttökuna og heilsugæsluna frá árinu 2016, en aldrei fengið þá þjónustu sem hann þarfnast.
Hann hefur komið þar að lokuðum dyrum og segir sjálfur: „Það sem kemur mér á óvart er aðildarleysi sjúklinga að eigin kerfi og það er eiginlega meira komið fram við sjúklinga eins og sakborninga í sakamáli eða fanga fremur en sjúklinga ef þeir hafa skoðanir á eigin meðferð“.
Sjúkrahús í Þýskalandi með fremstu sérfræðingum bauðst til að taka hann í allsherjar rannsóknir og meðferð, en honum tókst hvorki að fá sérfræðinginn sinn hér heima til að skrifa almennilega umsókn, né vildu Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir þessa þjónustu.
Hefur hann þurft að greiða 12 til 15 milljónir vegna ýmiss kostnaðar undanfarin átta ár, þar með talið fyrir læknisþjónustu í öðrum löndum.
Tyrkland
Sævar komst í samband við færa heila- og hryggjarskurðlækna í Istanbul í Tyrklandi, og er þar staddur núna ásamt fylgdarmanni. Eru læknarnir búnir að skoða öll gögnin sem hann hafði með sér, og setja hann í ítarlegar rannsóknir.
Þeir eiga ekki orð yfir kollega sína hér á Íslandi, og segja vel hægt að hjálpa Sævari með því að framkvæma að minnsta kosti þrjár aðgerðir á honum á tveggja til þriggja mánaða tímabili, og hafa þeir samþykkt að gera þær.
Hér má sjá færslu sem hann skrifaði á Facebook síðu sinni nýlega eftir að hafa gengið í gegnum þessar rannsóknir.
Frásögn Sævars
Tyrknesku heila- og taugaskurðlæknarnir svöruðu mér að þeir þyrftu nokkra daga til að fara yfir gögnin, svo ég fór í tvær skoðanir og fleiri myndatökur, með teymi af bæklunarskurðlæknum og venjulega tveim til þrem starfsmönnum og túlk, og ræddi við þá um ýmislegt, og hitti svo lækninn eftir tvær heimsóknir á spítalann í millitíðinni.
Hann sagði mér frá því, svona í stuttu máli, að þeir hefðu komist að sömu niðurstöðu og ég, þeir þyrftu að leiðrétta fótlegg, svo mjöðm og að lokum festa neðstu hryggjarliði, spjaldhrygg og mjaðmabein.
Læknirinn heitir Amzi Hamzagolu.
Hér er hægt að lesa um starfsferil hans og undir publications er hægt að lesa þær ca. fjörtíu vísindagreinar sem hafa verið birtar eftir hann.
Fjáröflun
Vinir og velunnarar Sævars hafa hrint af stað fjáröflun til þess að standa straum af útlögðum kostnaði vegna rannsóknanna og dvalar þeirra í Istanbul.
Verið er að láta reyna á hvort Sjúkratryggingar Íslands muni greiða kostnað vegna aðgerðanna.
Hér má finna styrktarsíðu Sævars á Facebook.
Fyrir þá sem hafa tök á að styrkja Sævar er bent á eftirfarandi styrktarreikning:
0537-26-000896 kt. 160985-3139
Allar upphæðir hjálpa, stórar og smáar!
Með baráttukveðju
Stuðningsmenn Sævars Kolandavelu á Íslandi.
Heimildir:
https://www.facebook.com/profile.php?id=61556656491461
https://samstodin.is/2023/03/gengdarlaus-mannrettindabrot-framin-daglega-i-heilbrigdiskerfinu
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/01/15/illa_haldinn_en_umvafinn_kaerleika
https://www.hringbraut.is/frettir-pistlar/saevar-ad-gefast-upp-eg-lifi-ekki-af-tiu-ar-i-vidbot-svona
One Comment on “Sjúkrasaga Sævars – fjáröflun”
Fjáröflun
Vinir og velunnarar Sævars hafa hrint af stað fjáröflun til þess að standa straum af útlögðum kostnaði vegna rannsóknanna og dvalar þeirra í Istanbul. Verið er að láta reyna á hvort Sjúkratryggingar Íslands muni greiða kostnað vegna aðgerðanna. Fyrir þá sem hafa tök á að styrkja Sævar er bent á eftirfarandi styrktarreikning:
0537-26-000896, Kennitala 160985-3139
Allar upphæðir hjálpa, stórar og smáar!
Með baráttukveðju
Stuðningsmenn Sævars Kolandavelu á Íslandi.