Facebook, Instagram, messenger og aðrir miðlar samfélagsmiðlafyrirtækisins Meta liggja niðri. Ástæðan liggur ekki fyrir en um heimslægan vanda virðist vera að ræða.
Fólk hér á landi hefur verið loggað út af Facebook og fær meldingu um að lykilorð þeirra sé rangt, reyni það að skrá sig aftur inn. Sambærilegar fregnir hafa borist frá Bandaríkjunum, Svíþjóð og víðar.
Samkvæmt erlendum miðlum er um víðtæka þjónustutruflun að ræða. Notendur séu ráðvilltir og hafi málið vakið upp spurningar um öryggi samfélagsmiðla á vegum META. Fyrirtækið hefur ekki gefið út yfirlýsingu vegna málsins að svo komnu, en ætla má að þetta sé umfangsmesta þjónustutruflun Facebook í langan tíma.
Uppfært:
Búið er að laga villuna. Forsvarsmenn Facebook hafa lítið sagt um hvað sé að eða útskýrt vandræðin frekar, enn sem komið er.