Gústaf Skúlason skrifar:
Douglas Macgregor er þekktur um víða veröld fyrir störf sín í þágu friðar og velgengni mannkyns. Hann hefur mikla eigin reynslu af hermennsku og vopnuðum átökum og hefur hlotið ógrynni af orðum fyrir störf sín. Hann er sérfræðingur í hermálum og skrifaði meðal annars bókina „Breaking the Phalanx“ um endurbætur innan Bandaríkjahers. Hann er í dag ofursti á eftirlaunum, fyrrverandi ráðgjafi Hvíta hússins í varnarmálum og eftirsóttur álitsgjafi hjá mörgum fjölmiðlum.
Fréttin.is, Gústaf Skúlason og Margrét Friðriksdóttir, náðu sambandi af Douglas Macgregor, eftir að fréttir fóru að berast af nýrri hreyfingu hið vestra: „Landið okkar, valkostur okkur“ Our Country, Our Choice. Douglas Macgregor leiðir þessa hreyfingu sem safnar fólki þvert á flokksbönd til aðgerða og baráttu gegn glóbalismanum. Macgregor segir fólk orðið þreytt á svikum stjórnmálamanna sem ekki vinna lengur fyrir þjóðir sínar heldur skari eld að eign köku. Það sem verra er, kjörnir stjórnmálamenn eiga að sjá til þess að öryggi landsmanna sinna sé tryggt, að þeir hafi mat á borðum og njóti lágmarksþjónustu þess sameiginlega þjóðfélags sem búið er í og flestir greiðir skatta til. Nútíma stjórnmálamenn svíkja eigin landsmenn, þegar þeir vinna ekki sín grundvallar störf samkvæmt umboði kjósenda sinna. Þess vegna þurfi að koma þeim frá völdum og velja aðra með meiri virðingu fyrir starfi sínu. Macgregor setur þunga að baki orðum sínum, að mannkyninu verði að takast að koma í veg fyrir útbreiðslu og yfirtöku glóbalismans á allri plánetunni.
Það var afskaplega ánægjulegt að fá tíma hjá Macgregor. Jafn upptekinn maður og hann er, þá fannst honum það aufúsuverk að mæta í viðtal hjá Fréttinni og ræða heimsmálin við tvo Íslendinga frá lítilli þjóð í miðju Atlantshafi. Er það tímanna tákn í upplýsingarótinu, að litlir frjálsir fjölmiðlar hafa meiri ítök í sannleikanum og að vinna blaðamannastörfin heldur en keyptir slíkur á meginstraumsfjölmiðlum. Flótti fólks frá rétttrúnaðarmiðlum staðfestir þessar hreyfingar og þetta skilja margir sem helga lífi sitt í baráttunni gegn þeim illu öflum sem herja í heiminum í dag.
Alvarleg mistök að loka sendiráðinu í Moskvu
Viðtalið við Douglas Macgregor fór fram á ensku og má sjá hér að neðan. Hér verður aðeins sagt frá helstu atriðum varðandi Ísland en við báðum Douglas Macgregor að segja álit sitt á þeirri staðreynd, að ríkisstjórn Íslands lét loka íslenska sendiráðinu í Moskvu vegna Úkraínustríðsins. Macgregor telur Ísland hafa misst af stóru tækifæri við að vinna að friði í Úkraínu og að loka sendiráðinu í Moskvu séu alvarleg mistök. Macgregor sagði:
„Mér finnst það grundvallarlega vera slæm hugmynd, sérstaklega þegar kreppur herja, hverjar svo sem þær eru eða deilur standa yfir. Fyrir land eins og Ísland eða Bandaríkin, þá er það mikilvægasta sem hægt er að gera, er að halda samskiptaleiðum opnum í því landi sem maður stendur í einhvers konar deilum við í stað þess að loka sendiráðinu. Að loka þeim leiðum leysir engan vanda heldur eykur þvert á móti möguleikann á misskilningi og röngum ákvörðunum. Ég vonast til þess, að þeirri ákvörðun verði snúið til baka, þetta eru alvarleg mistök. „
Að Pútín sé einhver Hitler-fígúra er tóm della
„Vandamálið sem ég sé í Evrópu sem einnig er að miklu leyti til staðar hér, er að sannleikurinn um það sem raunverulega er að gerast í Austur-Úkraínu og í Rússlandi hefur ekki náð út til meiri hluta fólks í Evrópu eða Bandaríkjunum. Pútín er lýst sem einskonar hitlerískum náunga sem eru algjör della. Hann er það ekki. Rússar eru ekki á leiðinni að endurreisa kerfi Sovétríkjanna. Þeir hafa engan áhuga á því. Enginn í Rússlandi eða að minnsta kosti ekki í Moskvu vilja vera í stríði við neinn. Allra síst okkur á Vesturlöndum.“
Nató hafði áætlun um að taka Krím og Rússarnir vissu um það
„ Á síðustu tuttugu árum hafa Rússar gert það ljóst, að þeir munu ekki þola stóra Nató-heri við landamæri sín og myndu líta á slíkt sem beina ógn. Þetta náði hámarki í janúar 2022, þegar þeir gátu ekki lengur setið auðum höndum gagnvart því sem var að gerast. Frá þeirra bæjardyrum séð, þá vissu þeir að Nató hafði áætlun um að nýta sér Krímskagann, sérstaklega Sevostopol og hafnir Krímskagans ef það væri hægt. Það var einmitt ástæðan fyrir því, að Rússar fóru inn í Krím til að koma í veg fyrir það.“
Ríkisstjórnin ætti að spyrja: Hvað getum við gert til að stöðva stríðið?
„Við þurfum að stöðva þetta stríð og í hreinskilni sagt, þá ætti Ísland að taka að sér það hlutverk að vinna að því að binda endi á þetta stríð í stað þess að loka sendiráðinu. Ríkisstjórnin í Reykjavík ætti að spyrja: „Hvað viljið þið? Hvað getum við gert? Hvernig getum við aðstoðað? Hvernig er hægt að stöðva þetta? Sérstaklega með það í huga, hversu langt frá vígvellinum þið eruð. Það eru kostir ykkar.“
Sjá má viðtalið hér að neðan:
4 Comments on “Alvarleg mistök að loka sendiráði Íslands í Moskvu”
Takk fyrir þetta viðtal við Douglas Macregor, Margrét og Gústaf!
Eins og ég hef sagt við þig Margrét þá er Douglas Macgregor hokinn af reynslu og þekkingu á þessum málum ásamt Scott Ritter.
Alþingi íslendinga ætti að fara á námskeið hjá Douglas Macgregor og læra þau grungildi sem heilbrigt samfélag á að vera byggt á, hér eru hlutir gjörsamlega í rúst!
Þið á Fréttini eigið heiður skilið að byrta sannleikann um þetta stríð í Úkraínu og undirstrika heimsku íslenskra stjórnvalda og allra stóru miðlana að fylgja Bandaríkjunum og NATO í þessu áróðurstríði sem er byggt 100% á hatri og lygum.
Áróðurskítadreifararnir á DV og Vísi eru algjörlega á skjön við sannleikann og það er fullt af fólki sem trúir þessu bulli!
Ég skil ekki hvernig þessir aðilar fá að dæla út þessu innihaldslausa bulli alla daga!
Ég hef lesið lesið ýmislegt og séð yfirlýsingar Douglasar í fjölmiðlum margt af því sem hann segir þar eru fals fréttir og þær eru hallar undir Rússa Að semja frið við Pútín er ekki hægt það er ekki hægt að treysta honum og hann er stríðglæpamaður.
Sigurður Kristjánsson, vilt þú ekki fræða okkur hin um þessar falsfréttir sem þú segir að Douglas Macgregor er að segja og halla undir Rússa?
Sigurður Kristjánsson, það eru hælf tómlegar útskýringarnar þínar á þessum falsfréttum sem þú ert að fullyrða.
Þetta er væntanlega tóninn sem þú villt frekar heyra
https://www.visir.is/g/20242543193d/rynt-i-stoduna-i-ukrainu-putin-sagdur-aetla-ad-taka-til-eftir-kosningarnar
https://www.visir.is/g/20242543763d/latinn-horfa-a-hermenn-naudga-olettri-modur-sinni-og-kaerustu
Blessaður karlinn hann Samúel sófakartafla hefur fengið heiftalega í magan undanfarna daga og ákeðið að skrifa með því sem kom úr stjörnunni á honum. Svona miðað við útlitið og skrif hans þá er sitjandinn sennilega það líffæri sem hann notar mest.