Fals, lygi og óboðleg vinnubrögð

frettinErlent, Innlent, Jón Magnússon, Stríð1 Comment

Jón Magnússon skrifar:

Í Mbl.í dag greinir frá röngum upplýsingum Hamas um mannfall á Gaza. Jake Wallis Simons ritstjóri ræddi þetta í blaðagrein í DT fyrir nokkru og segir sérkennilegt að alþjóðlegar fréttastofur skyldu ekki kanna málið, en taka upplýsingum frá Hamas, sem heilögum sannleika.

Hamas segir, að yfir 31.000 hafi fallið og 70% þeirra séu konur og börn. Abraham Wyner, tölfræðiprófessor við Pennsylvaníu háskóla, hefur skoðað upplýsingarnar og séð að þær standast ekki tölfræðilega. Sem dæmi nefnir hann að upplýsingar um fjölda fallinna og samsetningu þeirra (konur, börn, karlmenn) séu nánast þær sömu dag eftir dag. Skv. upplýsingunum frá 29. október, hefðu 26 karlmenn átt að lifna við skv. skýrslunum og marga daga létu bara konur lífið. Semsagt falsfréttir.

Í febrúar viðurkenndi Hamas að hafa misst 6.000 vígamenn eða um 20% þeirra sem eiga að hafa fallið. Væri sú staðhæfing rétt, að 70% þeirra sem hefðu dáið væru konur og börn, væru tveir kostir. Enginn karlmaður,sem óbreyttur borgari hefði dáið í átökunum eða að allir karlmennirnir sem hefðu fallið væru Hamas vígamenn.

Prófessor Wyner telur, að þeir sem hafa særst eða dáið í átökunum séu ekki aðallega konur og börn, heldur sé meirihluti fallinna, vígamenn Hamas.

Í Financial Times þ. 14.mars s.l. segir, að Hamas hafi haft um 40 þúsund vígamenn undir vopnum í byrjun átakanna, en um helmingur þeirra séu fallnir alls 20.000. Þegar þessar tölur eru skoðaðar þá sést að ályktanir prófessors Wyner og rannsóknir eru réttar og fjölmiðla- og stjórnmálaelítan hefur verið að hneykslast á fölskum forsendum yfir hlutum sem þessir aðilar áttu að sjá að gátu ekki staðist.

Mestur hluti fallinna eru vígamenn Hamas og hlutfall óbreyttra borgara sem hafa fallið á Gasa er lítið miðað við stríðið við ISIS t.d. í borgunum Raqqa og Aleppo. Prófessor Wyner segir að þetta bendi til að varnarsveitum Ísrael hafi tekist að koma í veg fyrir hlutfallslega hátt hlutfall óbreyttra borgara fallinna í átökum við illa sýnilega óvinahermenn(Hamas) sem skýla sér á bakvið óbreytta borgara.

Alþjóðlegar fréttastofur hafa heldur betur látið annað í veðri vaka, allt byggt á falsfréttum Hamas. Allt tal um þjóðarmorð er því della.

Þegar Hamas réðist á Ísrael 7.okt. s.l, drápu Hamas liðar eingöngu almenna borgara og misþyrmdu konum og börnum og drápu með viðbjóðslegum hætti, nauðguðu konum, drápu þær og svívirtu lík þeirra. Merkilegt að fólk á Vesturlöndum skuli afsaka slíkar gerðir um leið og það fordæmir varnarviðbrögð Ísrael, sem beinast að vígamönnum Hamas.

Hamas ætlar hinsvegar að drepa alla Gyðinga hvar sem þeir finnast. Það er yfirlýsing og vilji til þjóðarmorðs.

Í ljósi þessara staðreynda er með ólíkindum, að fjölmiðlar og stjórnmálamenn á Vesturlöndum skuli standa fyrir skefjalausum áróðri gegn Ísrael og aðgerðum þeirra til að tryggja öryggi sitt á fölskum forsendum áróðursvélar Hamas.

Það er líka dapurlegt að horfa upp á bandamenn Ísrael hvika og blakta eins og strá í vindi þegar gefur á bátinn vegna falsfrétta Hamas.

Það er síðan hryllilegt að horfa upp á að vofa Gyðingahatursins skuli enn á ný rísa í Evrópu, sporin ættu að hræða. 

One Comment on “Fals, lygi og óboðleg vinnubrögð”

  1. Skíring Gyðingahatursins liggur í þeirri staðreynd að Gyðingar eru útvalinn lýður Guðs.
    Hlutverk þeirra er að færa heiminum hjálpræðið.

    Ísraels land, Ísraels þjóð og Ísraels ríki, eru augasteinar Ísraels Guðs, enda sagði Jesús Kristur hjálpræðið kemur frá Gyðingum.

    Þess vegna hatar Höfðingi þessa heims, (Djöfullinn), bæði Gyðinga og Ísrael og hefur ætið leitt þjóðirnar gegn þeim. Nú lítur út fyrir að honum sé að takast að koma 90% heimsbyggðarinnar til Helvítis, líkt og í Nóaflóðinu.
    Því Vesturlönd hafa fallið frá trúnni á gyðinginn og Ísraelsmanninn Jesú Krist.

Skildu eftir skilaboð