Hryðjuverkamenn gerðu árás á tónleikahöll í Moskvu nú í kvöld. Hófu þeir skothríð inni í tónleikasalnum og má sjá á myndskeiðum bæði úr myndavélum og á samfélagsmiðlum hvernig þeir brytjuðu niður tónleikagesti. Að minnsta kosti 40 manns hafa verið myrtir og yfir 100 eru særðir. Samtímis er byggingin í björtu báli.. Úkraína heldur því fram að árásin hafi verið skipuð af Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að stigmagna stríðið.
Úkraína: Pútín fyrirskipaði hryðjuverkaárásina
Mychajlo Podoljak, ráðgjafi Volodymyr Zelenskyi, forseta Úkraínu, skrifaði á Telegram samkvæmt AFP fréttastofunni:
„Höfum það á hreinu: Úkraína hefur nákvæmlega ekkert að gera með það sem hefur gerst.“
Leyniþjónusta úkraínska varnarmálaráðuneytisins heldur því fram að árásin í Moskvu sé svokölluð fölsk fánaárás:
„Hryðjuverkaárásin í Moskvu var skipulögð og vísvitandi ögrun sem rússneskir sérsveitarmenn framkvæmdu að skipun Pútíns með það að markmiði að efla og auka stríðið enn frekar.“
Hér að neðan má sjá nokkur myndskeið af árásinni:
Uppfært:
Samkvæmt nýjustu upplýsingum, er það íslamska ríkið sem er að baki árásinni, og hafa samtökin upplýst um það opinberlega á samskiptamiðlum.