Hæstiréttur Baskalands stöðvar innleiðingu bóluefnapassa

frettinErlent

Hæstiréttur Baskalands á Norður-Spáni hefur stöðvað innleiðingu bóluefnapassa á landsvæðinu.

Stjórnvöld Baskalands höfðu ætlað sér að innleiða passann til notkunar á kaffihúsum, veitingastöðum og diskótekum. Hæstiréttur sagði hins vegar að slíkur passi væri ekki nauðsynlegur nú þar sem Baskaland hefði náð 90% bólusetningarhlutfalli. Þá sagði dómurinn einnig að slíkur passi væri byggður á of almennum rökum og væri of mikið inngrip í einkalíf fólks.

Í dómnum, sem kveðinn var upp fyrir nokkrum dögum, tóku dómararnir fram að „tilgangurinn réttlæti ekki meðalið þegar búið væri í réttarríki“. Lögðu þeir áherslu á að krafa um bólusetningarvottorð geti haft áhrif á mikilvæg grundvallarréttindi borgaranna eins og jafnræði, friðhelgi einkalífs, fundafrelsi og ferðafrelsi. Taka dómararnir meira að segja fram að með því takmarka aðgang að karíókí væri verið að hafa áhrif tjáningarfrelsi  og listsköpun.

Dómstóllinn tiltók að þau rök sem stjórnvöld hefðu haft fyrir innleiðingu bóluefnapassans væru of almenn og gætu ekki átt við allt landið og því væri ekki réttlætanlegt að beita sömu ráðstöfunum um allt Baskaland. Þá ávítaði dómstóllinn stjórnvöld fyrir að leita ekki annarra leiða. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem dómstóllinn stöðvar áform stjórnvalda í baráttu þeirra við smitfaraldurinn.

Meginstraumsfjölmiðlar hafa ekki séð ástæðu til að greina frá þessum dómi hæstaréttar Baskalands sem vekur eðlilega athygli í ljósi þess að nokkur önnur sambandsríki á Spáni eru að kanna það að innleiða QR kóða sem fólk yrði að nota ætlaði það sér að taka þátt í næturlífi þeirra ríkja og þá eru uppi hugmyndir um að láta slíkan passa ná til víðara sviðs daglegs lífs heldur en bara næturlífsins.

Þar sem staðan á Spáni telst ekki verið mjög alvarleg þegar kemur að smitfaraldrinum hafa stjórnir sambandsríkjanna ekki lagalega heimild til að takmarka grundvallarréttindi almennings, eins og frelsi til að fara um að vild, án samþykkis dómstóla.

Haft er eftir hollenska lögfræðingnum Ghyslen Nysten að Spánn væri að koma fram sem kennslubókardæmi fyrir heiminn þegar kæmi að svona málum.

Á Spáni hefðu verið kveðnir upp nokkrir góðir dómar m.a. þegar kæmi að ólögmætum lokunum. Hvað varðaði Holland hins vegar sagði Nysten að réttarríkið þar væri að sökkva dýpra og dýpra. Covid tilfellum væri þar að fjölga þrátt fyrir strangar ráðstafanir og hátt bólusetningarhlutfall. En í stað þess að viðurkenna mistök, kenndu stjórnvöld borgurunum um og krefjast harðari takmarkana.

Spænska dagblaðið El País hafði eftir heilbrigðissérfræðingum að kynning og aukin notkun bóluefnapassa gæti ef til vill hvatt óbólusetta til að fara í sprautu, en þeir töldu ekki að það myndi draga úr smiti á nokkurn hátt.

„Þetta er aðgerð stjórnvalda til að láta líta út fyrir að þau séu að gera eitthvað,“ sagði Salvador Peiró, sóttvarnalæknir frá Valencia við El País. „Notkun þeirra gæti hins vegar gefið falska öryggistilfinningu. Þetta er skynsamlegt með tilliti til þess að hvetja til bólusetningar, en ekki þegar kemur að því að skera á smitleiðir. Þeir sem eru bólusettir geta hamlað smiti að litlu leiti, en þeir geta samt smitast og smitað aðra.“

Fyrrverandi forstjóri neyðaratvika hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tók undir með Peiró. Daniel López-Acuña sagði að blikkandi QR kóðar við innganga væru ekki nóg tilað fækka smitum.

Heimildir: ElDiaroFree West media9fornews