Hópsmit meðal fullbólusettra farþega á skemmtiferðaskipinu Norwegian Cruise Line

frettinErlent

Að minnsta kosti 17 tilfelli af COVID-19, þar á meðal eitt mögulegt Omicron, hafa greinst meðal farþega á bandaríska skemmtiferðaskipinu Norwegian Cruise Line sem nýlega kom aftur til hafnar í New Orleans eftir sjö daga siglingu.

Allir áhafnarmeðlimir og farþegar sem voru um borð í skipinu voru fullbólusettir, samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu í Lousiana. Ráðuneytið opinberaði ekki ástand þeirra sem eru smitaðir af veirunni.

Skemmtiferðaskipið fór frá New Orleans 28. nóvember og sigldi til Mexíkó, Hondúras og Belís og snéri aftur til New Orleans 5. desember samkvæmt áætlun. Yfirvöld á vegum heilbrigðisráðuneytisins sögðu að meira en 3.200 manns hafi verið um borð í skipinu.

Nokkrir farþegar sem fóru frá borði sögðu við sjónvarpsstöðina WVUE-TV í New Orleans að þeim hafi verið tilkynnt um greind smit á skipinu, á meðan aðrir sögðust ekki hafa haft hugmynd um smitin fyrr en blaðamaður spurði út í málið.

„Við heyrðum ekki af þessu fyrr en við heyrðum þig segja þetta rétt í þessu,“ sagði Don Canole, farþegi á skipinu. „Það hefði verið gott að vita það, við hefðum kannski gripið til fleiri varúðarráðstafana."

Heimild.