Karlmaður á fertugsaldri grunaður um að hafa nauðgað 14 ára stúlku gengur laus

frettinInnlendar

Maður á fer­tugs­aldri sem grunaður er um að hafa nauðgað 14 ára stúlku um þar síðustu helgi er nú frjáls ferða sinna og ekki þótti tilefni til að halda honum lengur. Var maður­inn í varðhaldi í fjóra daga en rann­sókn­ar­hags­mun­ir gerðu ekki kröfu um að hann yrði áfram í varðhaldi, að sögn lög­reglu.

Maðurinn er jafnframt á skil­orði eft­ir að hafa verið sak­felld­ur fyr­ir til­raun til kyn­ferðis­legr­ar áreitni gegn barni árið 2020.

Fram kem­ur á vef RÚV að maður­inn hafi viðhaft kyn­ferðis­legt orðbragð á sam­fé­lags­miðli und­ir því skyni að hann væri 13 ára stúlka.

Maður­inn hlaut tveggja mánaða skil­orðsbund­inn fang­els­is­dóm fyr­ir fram­ferði sitt.

Í því máli sem nú er til rann­sókn­ar er maður­inn einnig grunaður um að hafa nýtt sam­fé­lags­miðla til að eiga í sam­skipt­um við stúlk­una. Hann er síðan grunaður um að hafa haldið stúlk­unni fang­inni og nauðgað henni.

Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar, hefur staðfest að maður­inn sé nú frjáls ferða sinna.