Framleiðandi hjá CNN handtekinn fyrir að tæla börn til kynferðilsegra athafna

frettinErlent

John Griffin, framleiðandi hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN, hefur verið ákærður fyrir að reyna að tæla ólögráða börn til að taka þátt í ólöglegum kynlífsathöfnum.

Tilkynnt var um ákærurnar á hendur Griffin, sem er 44 ára, á föstudag af dómsmálaráðuneytinu í Vermont.

Griffin var handtekinn og settur í gæsluvarðhald af alríkislögreglunni og ákærður í þrígang fyrir að nota stoppistöðvar á þjóðvegum landsins til að reyna að tæla börn undir lögaldri til ólöglegra kynlífsathafna.

Hann var ákærður af alríkisdómnefnd í Vermont á föstudag og leiddur fyrir dómstóla í New Haven, Connecticut, alríkisdómsstólnum sama dag.

Ákærurnar á hendur herra Griffin eru mjög sjokkerandi,“ sagði talsmaður CNN í yfirlýsingu á laugardag. „Við fréttum aðeins af handtöku hans síðdegis í gær og höfum vikið honum úr starfi á meðan á rannsókn stendur."

Ákærurnar eru komnar til vegna samtala á milli Griffin og meintra foreldra ólögráða dætra, þar sem hann er sagður hafa reynt að sannfæra foreldrana um að „leyfa honum að þjálfa dætur þeirra í að vera kynferðislega undirgefnar,“ sem og atviki þar sem saksóknarar halda því fram að ólögmæt kynferðislegt athæfi hafi átt sér stað, með 9 ára stúlku, segir í fréttatilkynningunni.

Í ákæru sem lögð var fram á fimmtudag segir að Griffin hafi í mörg ár verið á BDSM stefnumótasíðu, þar sem hann á að hafa skrifað að hann væri að leita að konum sem væru „kynferðislega undirgefnar“ og með „opinn huga.“

CNN og fleiri erlendir miðlar segja frá.