Fjölmenn mótmæli gegn skyldubólusetningu heilbrigðisstarfsmanna í London

frettinErlentLeave a Comment

Þúsundir mótmælenda lokuðu götum í London og kveiktu í reyksprengjum síðdegis í dag þegar reiðin eykst vegna Covid-áforma Boris Johnson forsætisráðherra.

Mótmælin sem fram fóru á þingtorginu við Westminster gegn skyldubólusetningum voru skipulögð af samtökunum „Take a Stand London“, „Save our Rights“ og „The Great Reopening“, ásamt öðrum mótmælahópum. Sagt var að torgið væri fullt af reiðum Bretum. Fjöld Breta ferðuðust til borgarinnar til að taka þátt. Auk þess fóru fram fjöldafundir í Bournemouth, Blackburn, Gloucestershire, Bristol, Glasgow, Cardiff, Belfast og Isle of Wight.

Mótmælin voru studd af regnhlífarhreyfingu sem kallast „Together yfirlýsingin“, með 170.000 undirskriftum, þar á meðal leiðtogum fyrirtækja, trúarbragða og þingmanna, sem berjast gegn skyldubólusetningum. Bólusetningapössum og hraðprófum var einnig mótmælt af fjöldanum.

Hreyfingin heldur því fram að það sé „algjörlega siðlaust“ að skylda heilbrigðisstarfsfólk NHS (National Health Services) til að fara í Covid bólusetningu.

Hópurinn segir: „Að innleiða bólusetningapassa fyrir starfsfólk sem er í fremstu víglínu NHS mun hafa veruleg áhrif á umönnun sjúklinga. NHS er nú þegar undirmannað og margir af þessum framlínustarfsmönnum unnu sleitulaust síðustu 20 mánuði undir miklu álagi. Að koma fram við þá á þennan hátt er algjörlega siðlaust.

„Næsta barátta okkar miðar að því að styðja starfsfólk NHS í að mótmæla skyldubólsetningu með lagalegum ráðum og einnig að styðja starfsmenn í öðrum atvinnugreinum þar sem bólusetningaskylda kann líka að verða sett á aðrar starfstéttir.

„Í Evrópu og Bandaríkjunum hefur bóluefnaskylda verið innleidd í stofnunum hins opinbera jafnt sem í einkageiranum og hafa leitt til mikils atvinnumissis og við megum ekki láta það gerast í Bretlandi. Þegar þetta hættulega fordæmi hefur verið skapað er hægt að útvíkka það að vild," sögðu skipuleggjendur.

Express sagði frá. Myndbönd af mótmælunum frá London má sjá neðar og líka frá Vínarborg þar sem einnig var mótmælt í dag.


Skildu eftir skilaboð