Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) tilkynnti á fimmtudag að það hefðu borist átta tilkynningar um hjartavöðvabólgu, sem er ein tegund hjartabólgu, hjá börnum á aldrinum 5-11 ára sem hefðu fengið Pfizer/BioNTech's COVID-19 mRNA bóluefnið/líftæknilyfið.
CDC hafði áður upplýst að tilkynningartíðni hjartavöðvabólgu hjá drengjum á aldrinum 16 -17 gæti verið meiri en 69 tilvik á hverja milljón seinni skammta sem gefnir væru og um 40 tilvik á hverja milljón seinni skammta hjá drengjum á aldrinum 12-15 ára.
CDC upplýsti ekki hvort það teldi að það væru tengsl á milli hjartavöðvabólgutilfellanna og mRNA bóluefnisins, né upplýsti CDC um tíðni hjartavöðvabólgu í sömu aldurshópum og sem ekki höfðu verið bólusettir.
Stofnunin sagði að það hefðu verið yfir 7 milljónir bóluefnaskammta gefnir í aldurshópnum 5-11 ára á þeim tíma sem gögnin náðu til, þar af voru 5,1 milljón fyrstu skammtar og 2 milljónir voru seinni skammtar. Tilfellin voru með vægt klínískt ferli, sagði CDC, án þess að það væri útskýrt frekar.
Tilkynnt var um tilfellin í gegnum bandaríska tilkynningakerfið um aukaverkanir vegna bóluefna, VAERS (Vaccine Adverse Event Reporting System).
Ekki var fjallað um aðrar hugsanlegar aukaverkanir mRNA bóluefnisins í frétt Reuters.
Þessar tilkynningar í VAERS stangast á við fullyrðingar Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis sem sagt hefur að hann hafi ekki vitneskju um aukaverkanir bóluefnisins fyrir aldurshópinn 5-11 ára. Gagnagrunnur VAERS er öllum opinn til skoðunnar.
Er þetta í annað skiptið á stuttum tíma sem Þórólfur fer með rangt mál þegar kemur að upplýsingagjöf til almennings varðandi faraldurinn, en skammt er síðan hann ýkti hættuna af faraldrinum fyrir börn um 100%. Dró Þórólfur það síðar til baka eftir athugasemdir frá almenningi sem kynnt höfðu sér þau gögn sem Þórólfur hafði visað til og rangtúlkað.
I lok október leiðrétti sóttvarnarlæknir einnig tölur um 12-17 ára börn. Sagt hafði verið að ekkert bólusett barn í þeim aldursflokki hafi greinst með Covid. Hið rétta var að þau voru níu talsins.