Fyrrum atvinnumaðurinn og enski landsliðmaðurinn Matt Le Tissier hefur kallað eftir rannsókn vegna þess aukna fjölda knattspyrnumanna sem þjást af skyndilegum hjartavandamálum.
Þetta kemur í kjölfar þess að Victor Lindelöf hjá Manchester United, Piotr Zielinski miðjumaður Napoli og Martin Terrier hjá franska félaginu Rennes urðu allir fyrir hjarta- og öndunarerfiðleikum fyrir skömmu.
Le Tissier var í viðtali við GB News um málið fyrir nokkrum dögum.
„Það hefur verið mikið áhyggjuefni fyrir mig að horfa á íþróttina sem ég elska og ég spilaði í 17 ár... allan þann tíma sem ég spilaði sá ég aldrei nokkurn fótboltamann fara af velli vegna hjartavandamála.
Fyrirgefðu, en ef einhver getur skoðað hvað er að gerast núna í íþróttaheiminum og sagt að það sé eðlilegt að allt þetta fólk eigi við hjartavandamál að stríða, í fótboltaleikjum, krikketleikjum, körfuboltaleikjum, hvaða íþrótt sem þú vilt,þetta fólk, fjöldi fólks sem þjáist er að verða endalaus“
Fyrrverandi atvinnumaðurinn kallaði síðan eftir rannsókn:
„Kannski tengist þetta ekki bóluefninu, kannski ekki, en það þarf að fara fram rannsókn til að komast að því hvað er í gangi."