Vísindamenn við Ben Gurion háskólann segja allt benda til þess að veikindin tengist fyrst og fremst ónæmiskerfinu, ekki lungunum, og það, ef tilgátan sé rétt, gefi möguleika á nýjum meðferðarúrræðum.
Það er kominn tími til að „endurhugsa" þá trú að COVID sé fyrst og fremst öndunarfærasjúkdómur, þar sem ný rannsókn bendir til þess að veikindin séu í raun „ónæmis- og öndunarfærasjúkdómur", segja ísraelskir vísindamenn.
Hópurinn á bak við nýju ritrýndu rannsóknina sem var birt 17. desember sl. segir að tilgátan geti hjálpað til við að útskýra óvenjulegt eðli COVID-19 og geti jafnvel rutt brautina fyrir notkun andoxunarefna til meðhöndlunar á sjúkdómnum.
Vísindamennirnir frá Ben Gurion háskólanum rannsökuðu hvatberana. Oft kallað „orkuver" frumna, en þeir framleiða að mestu þá efnislegu orku sem þarf til að knýja lífefnafræðileg viðbrögð frumunnar.
„Við bjuggumst við að sjá breytingu á hvatberum í lungum en ekki blóðinu, því þegar allt kemur til alls er COVID-19 álitið vera lungnasjúkdómur," sagði prófessor Dan Mishmar, aðalrannsakandi og forseti Genetic Society of Israel, við The Times of Israel.
„En það kom okkur á óvart að hið gagnstæða gerðist. „Við sáum enga breytingu á hvatberum í lungum, en sáum verulega breytingu á blóði, með minni virkni hvatberanna." segir prófessorinn.
Öndunafærahluti veirunnar er talinn svo ráðandi að hann er formlega þekktur sem severe acute respiratory syndrome coronavirus 2 (SARS‑CoV‑2).
En Mishmar sagði að þar sem blóðið gefur miklar vísbendingar um ástand ónæmiskerfisins, bendi rannsóknin til þess að röskun á ónæmiskerfinu komi á undan öndunarerfiðleikum.
Tilgáta hans er sú að óeðlilega starfandi hvatberar leiði til alvarlegustu áhrifa COVID-19, þar með talið því er veldur ofsakenndum viðbrögðum (cytokine storm) ónæmiskerfisins og getur valdið skjótum dauða. Og Mishmar sagði að ef hann hefði rétt fyrir sér gæti ástand sjúklinga verið bætt með andoxunarefnum sem þegar eru til.
„Hingað til hefur nánast verið litið framhjá hvatberunum og þýðingu þeirra en nú erum við að sjá þá sem undirstöðuþátt í sjúkdómnum og byrjaðir að kanna hvernig megi hjálpa og bæta starfsemi hvatberanna og hugsanlega þannig minnka einkenni," sagði hann.
Það eru til lausasölulyf, eða strangt til tekið fæðubótarefni, sem gætu hjálpað til við að gera nákvæmlega þetta - þetta eru andoxunarefni. Þau draga úr boðunum sem hvatberarnir mynda og það gæti nýst vel.
Um rannsóknina sagði Mishmar: „Við spurðum okkur af hverju við værum að sjá breytingar á hvatberum í blóðinu, en ekki í lungum. Þess vegna greindum ítarlega gögn sem tengdust stökum frumum sem við höfðum frá sjúklingum. Þessi greining studdi við það sem við sáum í blóðinu, nefnilega þá tilgátu að breytingin í blóðinu stafi líklega frá ónæmiskerfinu. Það er líklegt að truflun í ónæmiskerfinu leiði bæði til þeirra ofsakenndu viðbragða ónæmiskerfisins (cytokine storm) sem er svo einkennandi fyrir COVID og lungnasjúkdóms.
Heimild The Times of Israel