Nýjar reglur hafa verið settar í Wales fyrir starfsfólk fyrirtækja. Þeir sem ekki hafa góða ástæðu fyrir því að vinna að heiman verða sektaðir fari þeir ekki eftir reglunum.
Frá og með mánudegi munu starfsmenn fá 60 punda sekt og fyrirtæki sæta sektum upp á 1.000 pund í hvert skipti sem þau brjóta regluna.
Hingað til hafa aðeins verið ráðlegginar um að hvetja til heimavinnu.
„Viðbótarráðstafanir hafa verið kynntar til að takmarka útbreiðslu veirunnar og vernda lýðheilsu,“ sagði talsmaður ríkisstjórnar Wales.
"Við væntum þess að vinnuveitendur geri ráðstafanir til að auðvelda vinnu að heima og veita starfsmönnum þann stuðning sem þeir þurfa."
„Í framhaldi af ráðleggingum okkar til fólks um að vinna heima þar sem það er hægt, verður það nú lagaskylda nema að góð ástæða sé fyrir því að gera það ekki."