Jarosław Kaczyński, leiðtogi stjórnarflokksins PiS í Póllandi og staðgengill forsætisráðherra segir Þýskaland vera að reyna breyta ESB í „þýska fjórða ríkið“.
Í samtali við pólska dagblaðið GPC, sagði Kaczyński að sum lönd væru „ekki áhugasöm um að þýskt fjórða ríki yrði byggt á grundvelli ESB.“
„Ef við Pólverjar sættum okkur við þess konar nútíma undirgefni verðum við veigaminni fyrir vikið í ýmsu samhengi.“ Hann bætti því við að Evrópudómstóllinn væri notaður sem „tæki“ fyrir miðstýringu.
Pólland hefur lengi átt í deilum við ESB, sérstaklega vegna breytinga á dómskerfi landsins sem PiS flokkurinn hefur knúið í gegn frá árinu 2015.
ESB sagði í vikunni að sambandið væri að hefja málssókn gegn Póllandi fyrir að hunsa lög ESB og grafa undan sjálfstæði dómstóla.
Pólland hefur sakað sambandið um „skrifræðislega miðstýringu“.
Í heimsókn nýja kanslara Þýskalands til Varsjár í mánuðinum, sagði Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands að stuðningur núverandi ríkisstjórnar Þýskalands við miðstýringu ESB væri „útópískur og því hættulegur“.