Íbúi í Úkraínu óttast um líf sitt: Zelensky hefur afhent glæpagengjum hervopn

frettinErlentLeave a Comment

Bandarískur karlmaður sem býr í Kharkov í Úkraínu, segir að Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, sé búinn að afhenda hættulegum glæpagengjum hervopn sem nú gangi um göturnar og ræni og rupli, nauðgi og skjóti á almenna borgara og byggingar í landinu. Maðurinn tók myndband á aðalgötunni Khreshchatyk í Kiev þar sem hann lýsir skelfingarástandi. Almenningi er leyft að fara í matvörubúðir og apótek.

Maðurinn hefur verið búsettur í áraraðir í Úkraínu og á þar fjölskyldu og segist elska úkraínumenn, þeir séu gott fólk og eigi þetta ekki skilið.

Maðurinn segist ekki óttast að verða drepinn af Rússum eða úkraínsku stjórninni heldur óttast hann að verða skotinn niður af glæpagengjunum sem nú gangi laus, þungbúin vopnum.

Hann segir Zelensky vera illan glæpamann sem hafi gert ástandið enn verra með þessu útspili sínu.

Hann segir einnig að Vesturlönd fjalli ekki um þessa hlið málsins og hefur af því miklar áhyggjur.

Myndbandið má sjá hér neðar:


Skildu eftir skilaboð