Joe Biden forseti Bandaríkjanna og valdamesti leiðtogi innan NATO ruglaðist heldur betur á lykilatriði í sínu árlega ávarpi til þingsins í gær þar sem hann kallaði Úkraínumenn „írönsku þjóðina,“ nokkuð sem hefur vakið frekari spurningar um skarpskyggni hans.
Mismæli forsetans voru fremur vandræðaleg en orðrétt sagði hann: „Pútín getur umkringt Kyiv með skriðdrekum, en hann mun aldrei fanga hug og hjörtu írönsku þjóðarinnar.“
Varaforsetinn, Kamala Harris, sem sat fyrir aftan hann hvíslaði „Úkraínumenn“ og færði sig til í stólnum.
Repúblikanar gerðu grín af ræðunni, þar á meðal Donald Trump yngri, sem sagði háðslega: „Nógu nálægt strákar.“
Ný skoðanakönnun ABC News/The Washington Post, sem birt var í kjölfar ræðunnar, sýndi að 54 prósent Bandaríkjamanna telja að Joe Biden hafi ekki þá „skerpu sem þarf til að gegna embætti forseta.“
Biden hefur ruglast nokkuð oft í ríminu eftir að hann varð forseti, þar á meðal kallaði hann Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, „náungann þarna niðri“ þegar hann virtist hafa gleymt nafni hans, og eins ruglaði hann saman nöfnum Trump forseta og Obama forseta.