Rússland var tilbúið – stór mistök valdastéttarinnar á Vesturlöndum?

frettinErlentLeave a Comment

Ríkisstjórn Bandaríkjanna ásamt fjölmörgum Evrópuríkjum hafa beitt Rússa „lamandi fjárhagslegum viðurlögum“ vegna innrásar þeirra í Úkraínu.

Munu þessar refsiaðgerðir virkilega gera eitthvað?

Útilokun Rússlands frá SWIFT fjármálakerfinu, til dæmis, gæti verið tilgangslaus aðgerð þar sem SWIFT virðist þegar vera á leiðinni út.

Hið nýja "Blockchain" frá fyrirtækinu Ripple kemur hratt í stað SWIFT, sem og kínverska CIPS-kerfið (Alternative Global Payment Systems). Vaxandi samkeppni annarra kerfa er, með öðrum orðum, nú þegar að gera SWIFT úrelt.

Fjallað var um endalok SWIFT í CN í nóvember

SWIFT gæti verið að nálgast endalok líftíma síns þar sem rússneskir bankar hafa nú þegar gengið til liðs við Alternative Global Payments Systems (CIPS) í Kína, þetta kom fram í Cryptocurrency Newsroom (CN) í nóvember á síðasta ári.

Rússneska ríkisstjórnin hefur þurft að þola refsiaðgerðir frá Bandaríkjunum í gegnum SWIFT, sem hefur leitt til þess að hún hefur leitað að öðrum valkostum til að framkvæma viðskipti yfir landamæri eins og dulritunargjaldmiðla.

Brotthvarf Rússlands úr SWIFT mun nú gefa bönkum í Rússlandi tækifæri að reka fjármál sín í gegnum Kína.

Með fyrsta skrefinu í átt að því að hverfa frá Bandaríkjadollurum hefur Rússland aukið gullkaup sín undanfarin tíu ár. Innleiðing CIPS, sem er kínverskt SWIFT-kerfi, er vísbending um að Rússar hafi yfirgefið fjármálaviðskipti í dollurum.

Innleiðing rússneskra banka á CIPS-kerfinu ætti að gera viðskipti milli Rússlands og Kína mjög auðveld, en jafnframt hvetja önnur lönd til að taka upp kerfið.

Þá hefur Rússland hefur einnig verið að þróa sitt eigið valgreiðslukerfi sem kallast SPFS (System for Transfer of Financial Messages). Því var komið á laggirnar í kjölfar fyrri hótana Bandaríkjanna gegn Rússlandi sem bentu til þess að útilokkun frá SWIFT gæti væri yfirvofandi.

Þetta nýja rússneska kerfi hefur þegar yfir 500 notendur, þar á meðal stór rússnesk fyrirtæki og fjármálastofnanir.

Rússland þarf ekki SWIFT, það var þegar á leiðinni út fyrir innrásina í Úkraínu

Ripple fyrirtækið er eitt af leiðandi fyrirtækjum í dulritunar- og "blockchain" geiranum. Markmið Ripple er að nota "blockchain" tækni til að gjörbylta greiðsluflæði yfir landamæri og auðvelda hraðari viðskipti sem kostar ekkert.

Útgáfa hliðstæðra kerfa eins og xRapid sem miðar að því að bæta viðskipti milli banka en lækka millifærslugjöld bendir ennfremur til þess að SWIFT sé nú þegar úrelt og í raun ekki nokkurs virði fyrir Rússland lengur.

Refsiaðgerðir með því að beita SWIFT-kerfinu á lönd eins og Rússland og Venesúela hefur þrýst á þessi lönd til að finna aðra valkosti, sérstaklega þegar kemur að dulritunargjaldmiðlum. Afleiðingin af þessu er sú að Venesúela er nú eitt vinsælasta dulritunargjaldmiðilsvæna landið í heiminum.

Ef eða þegar SWIFT hættir að vera ríkjandi greiðslukerfi yfir landamæri gæti það bent til endaloka Bandaríkjadollars sem heimsgjaldmiðils.

Athugasemdir lesenda á netmiðlum athyglisverðar

„Fyrir ekki svo löngu tók Pútín Rússland algjörlega af alheimsnetinu til að tryggja að það yrði áfram starfhæft án tengingar við umheiminn. Það virkaði. Mát," sagði lesandi Natural News um það hvernig Rússland er nú þegar búið að undirbúa sig fyrir slíka atburðarás.

Annar lesandi sagði að þessi nýja „stýrða heimsstyrjöld“ væri greinilega gerð af „fínu fólki hjá World Economic Forum.“

„Rafræni skömmtunar-bóluefnapassinn er tilbúinn að hefja flugið,“ bætti sami lesandi við varðandi það hvernig innrásin í Úkraínu er einfaldlega næsti áfangi skipulagða heimsfaraldursins, sem felur í sér að afleggja núverandi heimsskipan og skipta henni út fyrir nýja heimsskipan "New World Order."

Heimild

Skildu eftir skilaboð