Borgarstjóri Kreminna í Úkraínu myrtur – rænt af heimili sínu

frettinErlentLeave a Comment

Vlodymyr Struk borgarstjóra Kreminna í Luhansk héraðinu austast í Úkraínu var rænt af heimili sínu á þriðjudag og fannst úti á götu í Kreminna daginn eftir, skotinn til bana. Eiginkona hans sagði að ókunnir menn klæddir felulitafatnaði hafi rænt honum.

Struk var fæddur 1964 og hafði verið borgarstjóri Kremina fyrst 2012-2014 og síðan aftur frá því í október 2020 þar til hann var myrtur.

Luhansk héraðið liggur að Donetsk héraðinu og eru þau austustu héruðin í Úkraínu og þekkt undir nafninu Donbas. Rússar eru þar í yfirgnæfandi meirihluta og hafa viljað aðskilnað frá Úkraínu. Vegna þess hefur hið svonefnda „Donbas stríð“ staðið milli héraðanna og Úkraínustjórnar frá árinu 2014. Það kom því ekki á óvart að Struk hafði fagnað innrás Vladimírs Pútíns forseta í Úkraínu.

Það er lýsandi fyrir ástandið í Úkraínu að ráðgjafi innanríkisráðherra Úkraínu, Anton Gerashchenko, vandaði hinum látna borgarstjóra ekki kveðjurnar og sagði Struk hafa verið „dæmdan af dómstóli alþýðunnar“ og kallaði hann „svikara.“

Heimild

Skildu eftir skilaboð