Fréttir

Evrópuþingmaður rekinn úr ræðustól fyrir mál­flutning sem þótti óþægilegur

frettinErlent1 Comment

Evrópuþingið kom saman og ræddi samskipti ESB við Rússland á fundi sínum þann 16. febrúar síðastliðinn. Eitt helsta umræðuefnið í þinginu var helgað hernaðarógn Rússa við Úkraínu. Ekki voru allar skoðanir jafn vinsælar og var einn þingfulltrúinn rekinn úr ræðustól fyrir málflutning sem virtist óþægilegur.

Flestir Evrópuþingmenn höfðu í ræðum sínum sýnt samhug með Úkraínu. Mikil áhersla var lögð á þennan samhug og sumir þingmannanna hrópuðu slagorðin; – „Dýrð sé Úkraínu!“

Tatyana Zhdanok, þingfulltrúi Lett­lands, flutti aftur á móti ræðu sem kom þingheimi á óvart og olli hún nokkru uppnámi. Zhdanok yfir hneykslun sinni á því að leyft væri að kveða upp slagorð nasistasamstarfsmannsins Stepan Bandera úr ræðustóli þingsins. Hún efaðist einnig um umræðuefnið, hernaðarógn Rússa við Úkraínu, enda væru úkraínskir stjórnmálamenn jafnvel farnir að afneita þessari ógn og gera lítið úr henni.

Vildi upplýsa um veruleikann í Donbas

Tatyana Zhdanok hélt síðan áfram og vildi upplýsa þingheim um staðreyndir sem sýndu grimmdar­verk hersins í Úkraínu í Donbas héraði þar sem meirihluti íbúa talar rússnesku. Hún sagði:

„Þessar staðreyndir hafa verið skráðar af Sameinuðu þjóðunum, ÖSE og öðrum alþjóðastofnunum,“ sagði Zhdanok. Hún tók síðan upp mynd af litlum dreng og sýndi þingfulltrúum, drengurinn hafði látist í drónaárás í Donetsk og sagði:

„Þetta eru börn sem voru drepin í Donbas. Undanfarin átta ár hafa 152 börn verið drepin þar og 146 hafa særst. Nýjasta harmleikurinn er ... fjögurra ára drengur sem lést og foreldrar hans báðu okkur að koma á framfæri: „Hættið að drepa börn í Donbass!“

Starfsmaður mætir uppá svið og tekur blaðagreinina af þingmanninum sem sýndi litla drenginn sem lést í drómaárásinni.

Rekinn með valdi úr ræðustól

Tatyana Zhdanok fékk aftur á móti ekki að ljúka ræðu sinni. Fundar­s­tjórinn bað þingmanninn um að fara úr ræðustólnum og sagði að svona áróður væri ekki leyfður.

Var starfsmaður þingsins síðan sendur á vettvang. Hann greip í myndina af drengnum og leiddi Zhdanok svo á brott úr ræðustóli og henni sagt að að koma sér út með þessar upplýsingar.

Bændablaðið greinir frá.

Skildu eftir skilaboð

Um Fréttina

Fréttin er óháður fréttamiðill sem fjallar um málefni líðandi stundar bæði innanlands og utan. Við fordæmum þöggun og skoðanakúgun, tjáningafrelsið er hornsteinn lýðræðislegs samfélags.

Ertu með áhugaverða frétt eða grein?