Hersveitir Rússlands hafa náð undir sig Zaporizhzhia kjarnorkuverinu í Úkraínu, stærsta kjarnorkuveri Evrópu. Eldur kviknaði í byggingunni í nótt eftir sprengjuárás frá Rússum.
Yfirvöld segja að aðstæður séu öruggar og geislunarstigið eðlilegt.
Leiðtogar heimsins hafa sakað Rússa um að stofna öryggi heillar heimsálfu í hættu og forseti Úkraínu sakaði Rússa um „kjarnorkuhryðjuverk.“
BBC.