Joð er mikilvægt fyrir líkamann

frettinErlent, PistlarLeave a Comment

Pistill eftir Guðrún Bergmann:

JOÐ ER MIKILVÆGT FYRIR LÍKAMANN

Joð er eitt af mikilvægustu næringarefnum líkamans. Það stýrir meðal annars reglu á starfsemi skjaldkirtils, stuðlar að góðum efnaskiptum, vexti og þroska og kemur í veg fyrir ýmsa króníska sjúkdóma eins og krabbamein.

Joð er að finna um allan líkamann í nánast öllum líffærum og vefjum. Við þurfum á því að halda til að viðhalda orku og lífi í líkamanum. Skortur á joði er því alvarlegt heilsufarsvandamál, en gert er ráð fyrir að um helmingur allra vesturlandabúa líði joðskort.

RÖSKUN Á STARFSEMI SKJALDKIRTILS

Eitt útbreyddasta einkenni joðskorts er röskun á starfsemi skjaldkirtils. Þar sem skjaldkirtilinn reiðir sig á rétt magn af joði til framleiðslu á skjaldkirtilshormónum, getur of mikið – eða of lítið af því – valdið mörgum alvarlegum heilsufarsvandamálum.

Skjaldkirtilinn er einn af aðal innkirtlum líkamans og sér um að halda jafnvægi á hormónum líkamans. Ójafnvægi í starfsemi hans getur leitt til þreytu, þyngdaraukningar eða -taps, hormónaójafnvægis, skapgerðabreytinga og margs annars.

NOKKUR ALGENG EINKENNI JOÐSKORTS

Talið er að um tveir milljarðar manna um allan heim líði joðskort. Mestur er skorturinn í Suður-Asíu og Afríku, sunnan Sahara. Skortur á joði er hins vegar að aukast í Bandaríkjunum og Evrópu. Helstu einkenni joðskorts eru:

1 – STÆKKUN Á SKJALDKIRTLINUM, en hann er í eðli sínu lítill kirtill framan á hálsinum, í laginu eins og fiðrildi. Þegar magn af örvandi hormónaefni (TSH) í blóðinu hækkar, notar skjaldkirtillinn joð til að framleiða skjaldkirtilshormón. Þegar líkamann skortir joð leggur skjaldkirtillinn meira á sig og það leiðir til þess að frumurnar fjölga sér og kirtillinn stækkar.

2 – ÓVÆNT ÞYNGDARAUKING er annað merki um joðskort, en hann getur leitt til þess að líkaminn getur ekki framleitt skjaldkirtislhormón. Þau stjórna hraða efnaskiptanna, eða því hversu fljótt líkaminn umbreytir fæðu í orku og hita. Þegar vanvirkni er í skjaldkirtlinum, sökum joðskorts, brennir líkaminnn færri hitaeiningum í hvíld og þær safnast upp sem fita.

3 – ÞREYTA OG SLAPPLEIKI eru algeng einkenni joðskorts. Þessi einkenni tengjast því að skjaldkirtilshormónar hjálpa líkamanum að framleiða orku. Þegar magn þeirra minnkar, getur líkaminn ekki framleitt eins mikla orku og venjulega – og það leiðir til slappleika og þreytu.

4 – HÁRLOS er enn eitt merkið um joðskort, vegna þess að skjaldkirtilshormónar stuðla að vexti hársekkjanna. Þegar skortur er á skjaldkirtislhormónum, hætta hársekkirnir að endurnýja sig og með tímanum fer það að leiða til hárloss.

5 – ÞURR OG FLÖGÓTT HÚРgetur verð eitt af einkennum joðskorts. Skjaldkirtilshormónar, sem í er joð, stuðla að endurnýjun húðarinnar. Sé lítið af þeim á þessi endurnýjun sér ekki stað og það getur leitt til þurrar og flögóttrar húðar.

Að auki hjálpa skjaldkirtilshormónar líkamanum að halda reglu á svita. Fólk með lágt gildi skjaldkirtilshormóna, vegna joðskorts, svitnar sjaldnar en þeir sem eru með eðlilegt magn þeirra. Sviti stuðlar að raka í húðinni, svo skortur á svita getur verið ástæðan fyrir þurrki í húð.

HVERNIG MÁ AUKA JOÐMAGN Í LÍKAMANUM?

Það er hægt með því að taka inn joð-bætiefni, eins og til dæmis dropana frá Red Tiger. Glasið er lítið en það á líka bara að setja 1-3 dropa í örlítið af vatni tvisvar á dag, helst á fastandi (eða tóman) maga.

Gott er að taka inn C-vítamín með fyrstu máltíð eftir joðinntökuna, því það stuðlar að góðri upptöku á joðinu í líkamanum.

Í steinefnaríkum söltum eins og himalajasalti og keltnesku salti er að finna nægilega mikið af steinefnum sem stuðla að viðhaldi joðs í líkamanum.

Sjálf var ég greind með vanvirkan skjaldkirtil fyrir rúmum ellefu árum. Mér tókst að leiðrétta virkni hans án þess að fara á skjaldkirtilslyf. Síðan þá gæti ég þess að taka reglulega joðkúr svona tvisvar á ári, auk þess sem ég nota himalajasalt í alla matargerð.

Neytendaupplýsingar: Red Tiger joð fæst í verslunum Mamma Veit Best á horni Dalbrekku og Auðbrekku í Kópavogi og á Njálsgötu 1 í Reykjavík. Bleikt himalajasalt er fáanlegt í öllum helstu matvörumörkuðum.

Heimildir: www.healthline.com

Myndir: CanStockPhoto/alexoalanman / Kateryna_Kon

Pistillinn birtist upphaflega á gudrunbergmann.is

Skildu eftir skilaboð