Selensky, forseti Úkraínu, kallar eftir því að NATO lýsi yfir flugbanni yfir Úkraínu og þar með þriðju heimsstyrjöldinni, því hvað annað myndi gerast ef NATO skyti niður rússneskar flugvélar af ásettu ráði. Fleiri gera hið sama. Er Boris Johnson kom til Póllands nýlega þá hitti hann fyrir "fréttakonu" sem hélt yfir honum innblásna ræðu og krafðist þess að NATO blandaði sér í stríðið. Daria Kaleniuk er þó vart fréttakona því hún er einn af hinum ungu Davos leiðtogum og virðist vera stuðningsmaður Joe Biden. Selensky er einnig tengdur Davos; hann kom þar fram 2020 og bað um aðstoð World Economic Forum globalistanna við að byggja upp landið (skyldi IMF ekki hafa áhuga eftir Burisma hneykslið?).
Stjórnarmaður Thompson Reuters, James C. Smith, (lengi forstjóri fyrirtækisins) er líka einn af mönnum Klaus Schwab auk þess að vera einnig stjórnarmaður hjá Pfizer og stór fjárfestir þar. Getum við treyst Reuters fréttastofunni til að flytja hlutlausar fréttir? Hvernig stendur annars á því að fyrir ekki svo mörgum árum fluttu miðlar eins og BBC og Guardian fréttir af uppgangi öfgaþjóðernissinna í Úkraínu og sýndu jafnvel myndir frá herþjálfunarbúðum unglinga og varðhópum. Jerusalem Post fullyrti t.d. 2015 að í Konotop hefði ný-nazistinn Artem Semenikhin verið kosinn borgarstjóri. Þá var litið gagnrýnum augum á þessa hópa en nú leyfir Facebook mönnum að mæra Azov herdeildina og meira segja fulltrúi Íslands hjá SÞ vill ekki fordæma dýrkun á ný-nazisma og nazisma.

Volodymyr Selensky, forseti Úkraínu og Klaus Schwab, stofnandi World Economic Forum, ganga út af fundi í Davos, Sviss þann 20 janúar 2020.
Hvað hefur breyst?