„Bandaríkin eru í stríði við Rússland“

frettinErlentLeave a Comment

Fox News þáttastjórnandinn Tucker Carlson fullyrti á mánudagskvöld að Bandaríkin væru í stríði við Rússland og gagnrýndi Biden stjórnina fyrir að gera landið að þátttakanda í yfirstandandi átökum.

Carlson sagði að innrásin í Úkraínu hafi ekki komið stjórn Joe Biden forseta á óvart og sakaði Hvíta húsið um að koma Bandaríkjunum inn í „heitt stríð.“

Úkraínskar hersveitir halda áfram að veita harða mótspyrnu gegn innrás Rússa sem hófst 24. febrúar og forseti landsins, Volodymyr Zelensky, hefur heitið því að sigur verði unninn.

Carlson sagði að Biden stjórnin hafi þvingað sér inn í heitt stríð milli tveggja erlendra ríkja.

„Þetta þýðir að Bandaríkin eru nú virkur þátttakandi í stríði. Við erum í stríði við Rússland,“ sagði hann.

„Burt séð frá því hvort stríðinu hafi verið lýst opinberlega yfir, burt séð frá því hvort þingið hafi heimilað það stríð eða ekki. Ekkert af þessu skiptir máli.“

„Þetta stríð á sér stað núna á meðan við fylgjumst með. Af hverju segir enginn neitt í Washington? Vegna þess að þeir styðja það, og hafa alltaf gert,“ sagði Carlson.

Carlson hélt áfram og rifjaði upp ummæli Kamölu Harris varaforseta sem hún lét falla í München 20. febrúar sl., þar sem hún sagðist kunna að meta löngun Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, til að ganga í NATO.

„Skilaboð varaforsetans voru þessi: „farðu til fjandans Pútín, láttu vaða - gerðu innrás í Úkraínu,“ sagði Carlson.

„Og auðvitað gerði Pútín innrás aðeins nokkrum dögum síðar. Þannig að innrásin kom ríkisstjórn Biden ekki á óvart. Þeir vissu að það myndi gerast. Það var tilgangurinn með útspilinu (að Harris kynni að meta löngun Zelensky til að ganga í NATO).“

„Við horfðum á allt þetta gerast, en samt fór þetta fram hjá okkur. Hvernig? Einfaldlega vegna þess að þetta var svo galið og því erfitt að taka alvarlega," hélt Carlson áfram.

„Hvers vegna í ósköpunum myndu Bandaríkin viljandi leitast eftir stríði við Rússland? Hvernig gætum við mögulega hagnast á því stríði? Við vitum ekki enn svarið við þeirri spurningu."

„En það er augljóst að Washington hefur verið með stríð við Rússland á heilanum í mjög langan tíma,“ bætti Carlson við.

Þáttinn má sjá hér:

Skildu eftir skilaboð