„Við erum ekki Úkraínumenn – Við erum svartir“

frettinErlent1 Comment


Í nýlegu myndbandi frá ABC News sést svartur maður frá Kongó lýsa því yfir að hann sé ekki Úkraínumaður heldur sé hann svartur. En það var hans útskýring fyrir því að hann ætlaði sér ekki að berjast fyrir úkraínsku þjóðina þrátt fyrir að honum hafi verið veitt hæli þar í landi. Myndbandið má sjá hér:

Hann sagði orðrétt: „Við erum ekki Úkraínumenn. Við erum svartir“.

Um þessar mundir er öllum úkraínskum karlmönnum á aldrinum 18-60 ára óheimilt að yfirgefa Úkraínu og eru kvaddir í herinn til að verjast innrás rússneska hersins inn í landið.

En ekki eru allir sáttir um þetta fyrirkomulag. Margir hafa reynt að komast hjá herkvaðningu og reyna að smygla sér yfir landamærin í vestri.

Úkraínskum netverjum þótti þetta athugavert í ljósi þess að valdhafafjölmiðlar hafa í langan tíma reynt að selja Evrópumönnum þá hugmynd að hver sem er gæti orðið jafn evrópskur og þeir.

Sumir hafa dregið upp á yfirborðið gamla áróðursherferð valdhafafjölmiðlana í kringum flóttamannastrauminn á árunum 2014/15. Þá var hvítt fólk í Evrópu smánað og fyllt af sektarkennd fyrir að opna ekki landamærin sín upp á gátt og bjóða allar þjóðir heims velkomnar. Félagslegar ásóknir áttu sér stað sem og andhvítir dómstólar götunnar.

Þetta hefur vakið upp spurningar eins og hverjir eru sannir Úkraínumenn og hvað þá Evrópumenn. Sé einstaklingur ekki reiðubúinn til að gefa lífið sitt fyrir landið sem hann er búsettur í, getur hann þá talist af þeirri þjóð sem býr í landinu?

One Comment on “„Við erum ekki Úkraínumenn – Við erum svartir“”

  1. Þegar lífið er í húfi er eðlilegt að fólk leiti allra leiða til að bjarga sér.

Skildu eftir skilaboð