Til hvers er bólusetningarkröfu viðhaldið þegar bólusetningin veitir enga vörn?

frettinErlentLeave a Comment


Þekktasti tennisspilari heims, Serbinn Novak Djokovic fékk ekki að keppa í Ástralíu í janúar á þessu ári sökum þess að hann afþakkar bólusetningu við kóvid-19 og nú fær hann ekki að spila í Bandaríkjunum af sömu sökum. Hann var sjálfvirkt skráður til leiks á mótunum en tilkynnti á miðvikudagskvöld að Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hafi staðfest að reglurnar um að allir sem kæmu til BNA yrðu að vera bólusettir við kóvid-19 væru enn í gildi. Hann fær þó trúlega að spila í Frakklandi um miðjan apríl því búist er við því að Frakkar slaki á kóvidpassakerfinu þann 14 mars.

Snemma í janúar var það haft eftir CDC á CBS fréttastöðinni að um 95% kóvidsýkinga í BNA væru af völdum Omicron en kóvídbólusetningarnar veita ekki vörn við því afbrigði eins og við vitum. Til hvers er þá þessari bólusetningarkröfu viðhaldið? Þeim sem hafa komið yfir landamærin frá Mexíkó í leit að hæli eða landvistarleyfi hefur leyfst að hafna kóvidbólusetningu en Djokovic ekki. Er það ekki augljós mismunun?

Skildu eftir skilaboð