Ný gögn benda til þess að tveir skammtar af Pfizer bóluefninu veiti ekki mikla vörn gegn sýkingu af Omicron afbrigðinu hjá börnun 5 til 15 ára samkvæmt nýjum gögnum sem birt eru í tímariti CDC (Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna), "Morbidity and Mortality Weekly Report."
CDC greindi gögn sem unnin voru úr rannsókn (PROTECT) sem var gerð á 1364 börnum á aldrinum 5 til 15 ára frá Arizona, Texas, Flórída og Utah. Vikulegar sýnatökur voru gerðar á börnunum og vikulegar kannanir á tímabilinu júlí 2021 til febrúar 2022, til að athuga hvort börnin væru með einkenni eða ekki.
„Án reglulegra vikulegra prófana munu margar sýkingar fara fram hjá okkur, sérstaklega meðal barna sem oft eru með væg einkenni,“ sagði Laura Olsho, aðalrannsakandi PROTECT verkefnisins, í fréttatilkynningu. „Með aukinni notkun á hraðprófum heima er þörf á rannsóknum eins og okkar til að veita ítarlegri upplýsingar um sýkingartíðni og virkni bóluefnisins.
Rannsóknin leiddi í ljós að verkun gegn sýkingum minnkaði verulega þegar Omicron afbrigðið varð ríkjandi í Bandaríkjunum. Eftir seinni skammt Pfizer mRNA bóluefnisins sýndi það 31 prósent virkni gegn Omicron sýkingu meðal barna á aldrinum 5 til 11 ára og 59 prósent meðal unglinga á aldrinum 12 til 15 ára.
Rannsóknin leiddi einnig í ljós að fullbólusett börn sýkt af Omicron „eyddu að meðaltali hálfum degi minna veik í rúminu“ samanborið við óbólusett börn með Omicron sýkingu. Hins vegar var bólusetti hópurinn lengur frá skóla, alls 26,2 klst, en óbólusetti hópurinn 18,8 klst. Það var enginn marktækur munur á milli hópanna tveggja sem þurftu að leita til læknis - 16,4 prósent óbólusettra barna og 15,5 prósent bólusettra barna sögðust hafa leitað til læknis.
Pfizer sagði í tölvupósti við Epoch Times að þeir myndu ekki tjá sig ekki um rannsóknir sem ekki væru á forræði Pfizer.
„Við gerum engar athugasemdir við þessa tilteknu rannsókn sem er ekki á forræði Pfizer,“ skrifaði Pfizer. „Hins vegar fögnum við sönnunargögnum frá óháðum vísindamönnum og frekari rannsóknum.
Svipaðar niðurstöður um hratt minnkandi vörn bóluefnisins er að finna í New York rannsókn sem enn hefur ekki verið ritrýnd.
Meira um rannsóknina má lesa hér.