Eiginkona Justin Bieber fékk blóðtappa í heila

frettinErlentLeave a Comment

Hailey Bieber, eiginkona Justin Beiber sagði frá því að hún hafi verið flutt á sjúkrahús með einkenni sem líkjast heilablóðfalli vegna lítils blóðtappa í heila.

Fyrirsætan, sem er 25 ára, var flutt í skyndi á sjúkrahús nálægt Palm Springs í Kaliforníu á fimmtudaginn eftir að hún veiktist þegar hún var að fá sér morgunmat.

Hailey, sem er komin aftur og heim sagði að allt gengi vel en viðurkenndi að þetta hafi verið eitt skelfilegasta augnablik sem hún hafi upplifað.

Hún sagði á Instagram: „Á fimmtudagsmorgun sat ég og var að borða morgunmat með manninum mínum þegar ég byrjaði að fá einkenni sem líktust heilablóðfalli og var flutt á sjúkrahús.

„Þeir komust að því að ég hafði fengið lítinn blóðtappa í heila, sem olli dálitlum súrefnisskorti, en líkaminn hafði sjálfur unnið úr þessu og ég jafnaði mig á nokkrum klukkustundum.

„Þrátt fyrir að þetta hafi örugglega verið ein skelfilegasta upplifun sem ég hef gengið í gegnum, þá er ég heima núna og mér líður vel og ég er svo þakklát... og þakklát öllum frábæru læknunum og hjúkrunarfólkinu sem önnuðust mig!

„Þakka ykkur öllum sem hafa sent mér óskir og sýnt mér umhyggju og kærleika, sagði Hailey.

Í frétt Independent er því síðan bætt við að Justin Bieber hafi nýlega verið með Covid og að sagt sé að  læknar hafi skoðað hvort blóðtappi eiginkonu hans gæti tengst Covid.  Ekki kemur þó fram að Hailey sjálf hafi fengið Covid, hvorki í fréttinni né í Instagram færslu hennar þar sem hún lýsir veikindum sínum.

Hjónin eru þó að öllum líkindum bólusett við Covid þar sem þau fóru á Met Gala í New York þar sem krafa var gerð um bólusetningu.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð