Forstjóri Pfizer segir að fyrirtækið sé að leggja fram gögn til Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) um nauðsyn fjórða skammtsins af COVID-19 bóluefninu. Þó að núverandi bóluefni sem Pfizer framleiðir eins og er verndi enn gegn alvarlegum sjúkdómi, telur forstjóri Pfizer nú að önnur örvun sé nauðsynleg til að bægja frá sýkingum.
,,Núna, eins og við höfum séð, er nauðsynlegt að fá fjórða skammtinn. Vörnin sem fæst af þeirri þriðju er nógu góðu, mjög góð til að koma í veg fyrir sjúkrahúsinnlagnir og dauðsföll. En hún er ekki eins góð til að vernda gegn sýkingu, sagði Albert Bourla, forstjóri Pfizer, við Face the Nation í viðtali sem sýnt var á sunnudaginn.
Fyrir utan fjórða skammtinn sagði Bourla að fyrirtækið væri að reyna að búa til nýtt bóluefni „sem mun vernda gegn öllum afbrigðum, þar á meðal Omicron, en einnig eitthvað sem getur verndað í að minnsta kosti i eitt ár.“
Ekki kom fram í viðtalinu hvernig bóluefni sem ekki veitir vörn gegn smiti eigi að verja gegn smiti ef enn einn skammturinn af samskonar efni er sprautað í mannskapinn.