England: metfjöldi tilvísana vegna geðheilbrigðisþjónustu barna og fullorðinna

frettinErlentLeave a Comment

Geðheilbrigðisþjónustan í Englandi fékk 4,3 milljónir tilvísana árið 2021, sem er met. Tölur sýna að heimsfaraldurinn hafi tekið sinn toll á líðan Englendinga.

Háskólinn, Royal College of Psychiatrists, sem greindi opinber gögn frá heilbrigðisþjónustu Englands (NHS), sagði að England hafi orðið fyrir „stærsta höggi á sviði geðheilsu í áratugi.“

Ef ekki fæst nægt fjármagn munu mörg þúsund manns þurfa að bíða allt of lengi eftir hjálp, bætti háskólinn við.

Rafræn gögn frá NHS sýna að á árinu 2021 voru 3,3 milljónir tilvísanir vegna sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu fyrir fullorðna, og rúmlega ein milljón fyrir yngri en 18 ára.

Þetta er hækkun frá samtals 3,7 milljónum árið 2019. Sumir sjúklingar gætu þó hafa fengið fleiri en eina tilvísun fyrir ýmsa þjónustu.

Þetta er í fyrsta skipti sem meira en milljón tilvísanir vegna geðheilbrigðisþjónustu hafa verið gefnar út fyrir yngri en 18 ára.

NHS útvegaði 1,8 milljónir ráðgjafatíma bara í desember 2021 en enn eru 1,4 milljónir manna sem bíða eftir meðferð.

Heilbrigðisráðuneytið sagðist ætla veita 2,3 milljörðum punda til viðbótar á ári í geðheilbrigðisþjónustu fyrir árin 2023/24 til viðbótar við 500 milljónir punda til að takast á við áhrif heimsfaraldursins.

Þetta kemur í kjölfar sameiginlegrar könnunar á vegum geðheilbrigðishjálpar barna, Place2Be og landssambands skólastjóra, sem urðu varir við aukningu á tilfinningalegum og andlegum vandamálum meðal nemenda frá því að heimsfaraldurinn hófst.

Af rúmlega 1.000 kennurum og stuðningsfulltrúum sem könnunin náði til sögðu nánast allir að vandamál meðal barna hafi aukist.

Heimsfaraldurinn og ýmsar lokunaraðgerðir urðu til þess að skólum var lokað í marga mánuði og prófum aflýst.

Ríkisstjórnin hefur síðan þá lofað 79 milljónum punda aukalega til að bæta geðheilbrigðisþjónustu í Englandi, sem mun fela í sér 400 stuðningsteymi fyrir árið 2023, en góðgerðarsamtökin Children and Young People's Mental Health Coalition hafa varað við því að fjárhæðin muni aðeins nægja fyrir um þriðjung nemenda Englands.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð