Það er samfélagslega mikilvægt í lýðræðissamfélagi að vera óhræddur að nota málfrelsi sitt og setja fram málefnalega gagnrýni þegar við á, það er ekki endilega besta leiðin að fylgja straumnum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arnars Þórs Jónssonar lögmanns í þættinum Í leit að sannleikanum í dag á Útvarpi Sögu.
Í þættinum ræddi lögmaðurinn um málfrelsið og einstaklingsfrelsið og hvernig framtíðarhorfur þess séu í nútímasamfélagi en eins og kunnugt er þá er nú sótt að þessu frelsi í lýðræðisríkjum víða um heim.
Arnar bendir á að aðförin að málfrelsinu sé ekki ný af nálinni, því andstæðingar oks ríkisvalds og embættismanna hafa í gegnum tíðina hafa þurft að þola mótbyr og jafnvel ofbeldi, rétt eins og frægasti fornritarithöfundur Íslendinga, Snorri Sturluson, sem var sannarlega sá maður sem standa vildi vörð um frelsið og galt fyrir þá baráttu sína að lokum með lífi sínu.
Arnar segir að rétt væri að menn leiddu hugann að því að það að hafa málfrelsi og einstaklingsfrelsi sem viðhaft er á vesturlöndum séu mikil forréttindi sem standa skuli vörð um, ekki síst í ljósi þess að aðeins um 8% allra ríkja heims búi við slíkt frelsi.
Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér.
One Comment on “Samfélagslega mikilvægt að setja fram málefnalega gagnrýni og nýta málfrelsið”
Magnaður þáttur hjá Arnari – ótrúlega góð greining á stöðu mála, bæði í nútíð og sögulegu samhengi!